
Krummafótur á Grenivík 25 ára
Leikskólinn Krummafótur á Grenivík fagnaði 25 ára afmæli nýverið. Af því tilefni var opið hús í leikskólanum og var gestum og gangandi boðið upp á kaffi og afmælisköku.
Leikskólinn Krummafótur á Grenivík fagnaði 25 ára afmæli nýverið. Af því tilefni var opið hús í leikskólanum og var gestum og gangandi boðið upp á kaffi og afmælisköku.
Sigurbjörg Ingvadóttir notandi í dagþjálfun á Hlíð afhenti fullan poka af fallegum sjúkrabílaböngsum til sjúkraflutningamanna nú fyrir skemmstu. Sibba, eins og hún er
B.Jensen vormót Óðins var haldið í blíðskaparveðri í Sundlaug Akureyrar laugardaginn 17. Maí. Keppendur voru 62 frá Óðni auk 1 frá Sundfélaginu Rán á Dalvík. Yngstu keppendurnir voru fæddir 2016 og 2017 en þau fóru flest að taka þátt í fyrsta sinn. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega vel þrátt fyrir að hafa velflest aldrei stungið sér af startpalli, þar sem enginn slíkur er í Glerársundlaug, þar sem grasrótarstarf Óðins fer fram.
Í tilkynningu sem Hreinn Halldórsson, staðarhaldari, og listasmiður í Odddeyrargötu 17 sendi frá sér kemur fram að Ævintýragarðurinn hans sem er eitt að djánsum bæjarins opnar fyrir almenning 20. mai sem er á morgun þriðjudag.
Já vorið er sú árstíð sem ég elska mest. Sennilega er það líka ljótasta árstíðin. Allt skítugt, grasið gulbrúnt, tré og runnar berir. En svo breytist allt á augabragði. Og daginn sem sólgulur fífill brosir við mér, feit hunangsfluga flýgur framhjá, eða kónguló spásserar yfir borðið sem ég sit við, þá hellist þessi barnslega gleði og tilhlökkun vegna sumars sem er í vændum yfir mig. En besta vormerkið er án efa að það birtir.
„Þetta er ein hraðasta íþrótt í heimi. Ég hef lýst henni á þann veg að leikmaður er í 100 metra hlaupi á fullum hraða, gefi allt í sprettinn, með 10-15 kg aukalega á sér ásamt því að tveir menn hangi á honum. Það þarf að huga að kylfu og hvar pökkurinn er auk þess sem farið er um á örmjóu blaði. Íshokkí reynir mjög mikið á leikmenn, þeir þurfa að vera í góðu formi, sterkir og hafa gott jafnvægi,“ segir Jónína Margrét Guðbjartsdóttir. Hún var ein af þeim konum sem tók þátt í að stofna kvennalið Skautafélags Akureyrar fyrir 25 árum og er enn að, spilar með og þjálfar að auki U16 kvenna hjá félaginu
-Sauðfjárbúið á Húsavík sem dregur að sér hundruði gesta á hverju vori
„Það eiga margir góðar minningar um þessa verslun,“ segir Helen Jónsdóttir en gamla góða búðin í Vaglaskógi var jöfnuð við jörðu nýverið. Allt var tekið nema hellan fékk að vera og væntir Helen þess að eitthvað verði gert á staðnum. „Vonandi verður settur upp fallegur áningarstaður þarna, með borðum og bekkjum og jafnvel skilti sem greinir frá sögu verslunarinnar.“
Gengið verður til samninga við lægstbjóðenda, Finn ehf í gerð tveggja stíga á Akureyri, Hamrastígs og Kirkjugarðsstígs, en fyrirtækið átti lægsta boð í bæði verkin.
Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra skora á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma rekstri, uppbyggingu og markaðssetningu Akureyrarflugvallar fyrir hjá sérstakri stjórn eða félagi, sem hefur það að markmiði að alþjóðaflugvöllurinn sé byggður upp og kynntur sem ein af gáttum Íslands
Atvinnuveganefnd Alþingis hefur verið upplýst um grafalvarlega stöðu í rekstri PCC Bakka við Húsavík, þar sem stefnt gæti í rekstrarstöðvun undir lok sumars ef ekki tekst að snúa vörn í sókn.
Sýningar Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, og Þóru Sigurðardóttur,Tími – Rými – Efni, verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag 17. maí kl. 15. Á opnunardegi verður leiðsögn með Heimi kl. 15.45.
Orkey hefur fengið alþjóðlega kolefnis- og sjálfbærnivottun, ISCC EU, á lífdísilframleiðslu sína á Akureyri fyrst fyrirtækja sem framleiða lífeldsneyti hérlendis.
Það var ánægjulegt að sækja fund hjá Félagi eldri borgara á Akureyri (EBAK) síðastliðinn föstudag. Rétt rúmlega hundrað manns mættu – áhugasamir, upplýstir og málefnalegir. Þar skapaðist gott samtal um þau mál sem brenna mest á eldra fólki í dag. Ábendingar komu víða að og spurningarnar voru margar og skýrar. Það var sérstaklega áberandi að umræðan snerist ítrekað að sömu kjarnamálunum: skerðingum, lífeyrissjóðum en einnig að heilbrigðisþjónustu.
Sundlaug Akureyrar verður lokuð dagana 18.-22. maí eða frá sunnudegi til fimmtudags í næstu viku.
Byggingaréttur á tveimur lóðum við Torfunefsbryggju þar sem eru til staðar fimm byggingareitir verður boðin út nú síðar í maí.
Þetta dásamlega veður sem landsmenn njóta er gleðiefni og er þá vægt tekið til orða, á heimasíðu Þingeyjarsveitar er þessari blíðu fagnað.
Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi.
Í heimi þar sem hraði breytinga og flókin samfélagsmál eru daglegt brauð, skiptir máli að staldra við og beina sjónum að því sem skiptir mestu máli: farsæld fólks. Ráðstefnan Sjónaukinn 2025, sem haldin verður við Háskólann á Akureyri dagana 19. og 20. maí, leitast við að varpa ljósi á fjölbreyttar leiðir til að efla samfélagslega velferð og vellíðan. Undirtónn ráðstefnunnar er skýr: Við höfum öll hlutverki að gegna – og með samvinnu getum við skapað samfélag þar sem enginn er skilinn eftir.
Í hádeginu í gær fór fram vel heppnaður Súpufundur atvinnulífsins á Múlabergi, Hótel KEA, þar sem stjórnendur um fimmtíu fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.
Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) fór fram í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 13. maí 2025. Þar voru kynntar niðurstöður fyrir rekstrarárið 2024. Þrátt fyrir áskoranir í rekstri varð þó mjög jákvæð þróun í starfsemi, þjónustu og mannauðsmálum sem gefur tilefni til bjartsýni fram veginn.
Margir biðu spenntir eftir því að Alþingi tæki til starfa eftir páskafrí þingmanna og ég var þeirra á meðal. Á dagskrá þingsins voru hugmyndir um að hækka talsvert skatta sem lagðir eru á sjávarútveginn umfram aðra atvinnuvegi. Mér fannst þetta áhugaverð hugmynd og hlakkaði til að hlusta á upplýsandi umræðu um auðlindir og auðlindanýtingu. Ég kom mér því notalega fyrir við sjónvarpsskjáinn áður en Silfrið byrjaði í sjónvarpi Ríkisútvarpsins fyrsta mánudag eftir frí þingmanna.
Fimm tilboð bárust í byggingu á nýrri steinsteyptri göngubrú í götustæði Borgarbrautar, auk stígagerðar að aðliggjandi stígum, uppsetningu á grjótkörfum, stoðveggjum og uppsetningu á lýsingu.
Upp er runninn síðasti kennsludagur þessarar vorannar 2025. Í mörg horn hefur verið að líta síðustu daga fyrir bæði kennara og nemendur enda þarf að ljúka við hin ýmsu verkefni og einnig eru próf í mörgum námsáföngum. Fram undan eru námsmatsdagar og punkturinn verður síðan settur yfir i-ið með brautskráningu í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 24. maí.
Háskólinn á Akureyri leitar að brautryðjendum sem langar að taka þátt í spennandi þróunarverkefni og hefja nám við skólann.
Krónan, Akureyrardætur og Hjólreiðafélag Akureyrar standa fyrir hjólamóti fyrir krakka á aldrinum 2 til 12 ára og fer mótið fram í Kjarnaskógi sunnudaginn 18. maí næstkomandi. Um er að ræða fyrsta hjólamótið sem Krónan heldur á Akureyri en mótið er haldið að fyrirmynd Krónumótsins í Öskjuhlíð sem er orðinn árlegur viðburður í september ár hvert. Skráning á mótið er hafin og eru öll börn velkomin.
Sýningin Jöklablámi opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri 17 maí kl. 14:00 Sýningin stendur til og með 22 júní. Opið alla daga nema mánudaga frá 14:00 til 17:00