Skrifað undir samninga gerð Vaðlaheiðarganga
Síðdegis var skrifað undir samninga um gerð Vaðlaheiðarganga og um eftirlit með framkvæmdinni.
IAV og svissneska fyrirtækið Matri átti lægsta tilboðið en áætlaður kostnaður í dag er um 11,5 milljarðar króna.
Tilboð Geotek og Eflu í eftirlit með framkvæmdinni hljóðaði upp á rúmlega 420 milljónir króna.
Vaðlaheiðargöng verða 7,5 kílómetra löng með vegskálum beggja vegna. Göngin munu stytta Hringveginn um 16 kílómetra og áætluð umferð við opnun ganganna er um 1400 bílar á sólarhring.
Vinna hefst strax við undirbúning framkvæmda en reiknað er með að byrjað verði að sprengja í vor Eyjafjarðarmegin en á næsta ári úr Fnjóskadal.
Verklok eru áætluð árið 2016