
Íshokkí í aldarfjórðung 25 ár frá stofnun kvennaliðs SA í íshokkí
„Þetta er ein hraðasta íþrótt í heimi. Ég hef lýst henni á þann veg að leikmaður er í 100 metra hlaupi á fullum hraða, gefi allt í sprettinn, með 10-15 kg aukalega á sér ásamt því að tveir menn hangi á honum. Það þarf að huga að kylfu og hvar pökkurinn er auk þess sem farið er um á örmjóu blaði. Íshokkí reynir mjög mikið á leikmenn, þeir þurfa að vera í góðu formi, sterkir og hafa gott jafnvægi,“ segir Jónína Margrét Guðbjartsdóttir. Hún var ein af þeim konum sem tók þátt í að stofna kvennalið Skautafélags Akureyrar fyrir 25 árum og er enn að, spilar með og þjálfar að auki U16 kvenna hjá félaginu