
B.Jensen vormòt Òðins Jón Ingi Einarsson sló 3 Akureyrarmet í flokki 13-14 ára
B.Jensen vormót Óðins var haldið í blíðskaparveðri í Sundlaug Akureyrar laugardaginn 17. Maí. Keppendur voru 62 frá Óðni auk 1 frá Sundfélaginu Rán á Dalvík. Yngstu keppendurnir voru fæddir 2016 og 2017 en þau fóru flest að taka þátt í fyrsta sinn. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega vel þrátt fyrir að hafa velflest aldrei stungið sér af startpalli, þar sem enginn slíkur er í Glerársundlaug, þar sem grasrótarstarf Óðins fer fram.