
Þá er vorið loksins komið
Já vorið er sú árstíð sem ég elska mest. Sennilega er það líka ljótasta árstíðin. Allt skítugt, grasið gulbrúnt, tré og runnar berir. En svo breytist allt á augabragði. Og daginn sem sólgulur fífill brosir við mér, feit hunangsfluga flýgur framhjá, eða kónguló spásserar yfir borðið sem ég sit við, þá hellist þessi barnslega gleði og tilhlökkun vegna sumars sem er í vændum yfir mig. En besta vormerkið er án efa að það birtir.