
Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?
Landsamband eldri borgara (LEB) hélt málþing þann 16. október sl. undir heitinu Ofbeldi er ógn, tryggjum öryggi eldri borgara. Góð aðsókn var að þinginu, bæði í salnum í húsakynnum LEB og í beinu streymi á netinu.