Niðurstöður úr nýrri þjónustukönnun sýna að HSN heldur áfram að styrkja þjónustu sína og byggja upp traust á meðal íbúa svæðisins.
Ánægja með þjónustuna hefur aldrei mælst hærri – 91% svarenda lýsa henni sem mjög góðri og frekar góðri og heildareinkunnin hefur hækkað milli ára. Viðmót starfsfólks fær einnig einstök viðbrögð, en 78% svarenda meta það sem mjög gott. Áreiðanleiki upplýsinga og hraði þjónustu hafa jafnframt tekið stökk upp á við milli mánaða.
"Þessar ánægjulegu niðurstöður endurspegla samstillt átak starfsfólks HSN á öllum starfsstöðvum okkar til að veita skilvirka, hlýja og faglega þjónustu. Hrós sem og ábendingar um hvað megi betur fara skipta miklu máli, hjálpa okkur að gera gott enn betra og styrkir okkur á áframhaldandi braut.
Við erum þakklát öllum þeim sem hafa gefið sér tíma til að svara könnuninni,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN í frétt á vef stofnunarinnar.