Finnum fyrir ríkum stuðningi í samfélaginu

Mynd  SAk
Mynd SAk

Opið hús var á dag- og göngudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri í tilefni af alþjóðlegum heilbrigðisdegi og fjölmargir gestir litu við.

„Það kom ánægjulega á óvart hversu margir gestir komu í heimsókn til okkar að þessu tilefni. Nýja TMS tækið okkar vakti skiljanlega mikinn áhuga, enda getur það haft gríðarlega jákvæð áhrif í meðferð við alvarlegu þunglyndi. Geðræktarhundurinn okkar Atlas vakti líka lukku meðal gesta og ófáir sem gáfu sér tíma til að leika örlítið við hann.

Þá gafst okkur líka góð tækifæri til samtals um hlutverk okkar og starfsemi og er það ákaflega verðmæt að finna þann ríka stuðning sem við fáum við okkar hlutverk víða í samfélaginu.“ segir Gestur Guðrúnarson, deildarstjóri dag- og göngudeildar geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri.

Nýjast