Sameining sparisjóða samþykkt

Sameinað félag mun heita Smári sparisjóður hf. en hann mun markaðsetja sig áfram undir merkjum Spari…
Sameinað félag mun heita Smári sparisjóður hf. en hann mun markaðsetja sig áfram undir merkjum Sparisjóðanna.

Hluthafafundir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa samþykkt samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu þeirra í upphafi árs. Jafnframt hefur Fjármálaeftirlit Seðlabankans samþykkt samrunann.

Sameinað félag mun heita Smári sparisjóður hf. en hann mun markaðsetja sig áfram undir merkjum Sparisjóðanna.

Í beinu framhaldi af samrunanum verður hlutafé aukið til þess að styðja við vöxt sjóðsins en KEA hefur skuldbundið sig til þess leggja fram nýtt hlutafé samhliða stækkun sjóðsins á næstu misserum.

Fjárhagsstaða Smára sparisjóðs er mjög traust, sjóðurinn verður með hátt eiginfjárhlutfall og mjög sterka lausafjárstöðu og því tilbúinn fyrir vöxt. Starfsstöðvar verða eftir sem áður á Akureyri, Hólmavík og Grenivík. Jón Ingvi Árnason verður sparisjóðsstjóri og Þorbjörn Jónsson aðstoðarsparisjóðsstjóri.

Sjóðurinn mun leggja ríka áherslu á að þjónusta vel starfssvæði sín í Eyjafirði og á Ströndum. Í hönd fer samþætting sjóðanna á næstu mánuðum og verða viðskiptavinir upplýstir um framgang þeirra.

Nýja stjórn sjóðsins skipa Halldór Jóhannsson (formaður), Víðir Álfgeir Sigurðarson (varaformaður), Hildur Ösp Gylfadóttir, Björn Líndal Traustason og Jóhann Ingólfsson.

Nýjast