
Nýtt diplómanám við HA fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir
Háskólinn á Akureyri leitar að brautryðjendum sem langar að taka þátt í spennandi þróunarverkefni og hefja nám við skólann.
Háskólinn á Akureyri leitar að brautryðjendum sem langar að taka þátt í spennandi þróunarverkefni og hefja nám við skólann.
Krónan, Akureyrardætur og Hjólreiðafélag Akureyrar standa fyrir hjólamóti fyrir krakka á aldrinum 2 til 12 ára og fer mótið fram í Kjarnaskógi sunnudaginn 18. maí næstkomandi. Um er að ræða fyrsta hjólamótið sem Krónan heldur á Akureyri en mótið er haldið að fyrirmynd Krónumótsins í Öskjuhlíð sem er orðinn árlegur viðburður í september ár hvert. Skráning á mótið er hafin og eru öll börn velkomin.
Sýningin Jöklablámi opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri 17 maí kl. 14:00 Sýningin stendur til og með 22 júní. Opið alla daga nema mánudaga frá 14:00 til 17:00
Á fundi byggðaráðs Norðurþings á dögunum Óskaði Rebekka Ásgeirsdóttir S-lista eftir umræðu sjúkraflug frá Húsavíkurflugvelli.
Þessi rúmlega miðaldra sem þetta skrifar sat nýlega málstofu sem fjallaði um gervigreind í umönnun eldra fólks. Fram að því hafði hún ekki mikið leitt hugann að gervigreind og hvernig best er að nýta hana. Sú greinda hafði til þessa notað mig til að sýna mér endalaust í viðbót ef ég hafði til dæmis verið að skoða mér skó á netinu.
Á dögunum var hægt að horfa á þegar Landinn á RÚV heimsótti lögreglufræðinámið við Háskólann á Akureyri. Okkur lék forvitni á að vita hvernig þetta kom til og kynnast stemmningunni í slíkri heimsókn. Andrew Paul Hill, lektor við lögreglufræðina, varð fyrir svörum. Hann segir að það hafi ekki verið nein formleg kynning sem varð til þess að Landinn heimsótti þau heldur þvert á móti hafi það verið heppileg tilviljun og jákvætt viðhorf áhugasamra aðila sem leiddi þetta spennandi verkefni af sér.
Fyrir liggja drög að þjónustusamningi til eins árs um tímabundna meðhöndlun á köttum þar sem gert er ráð fyrir að Kisukot verði áfram starfrækt við Löngumýri á Akureyri svo sem verið hefur í rúman áratug.
„Það er örlítil aukning þegar horft er til komandi sumars, en svo er lítið sem ekki neitt að gerast þegar kemur inn á haustið. Frá september til áramóta er bara varla hreyfing,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds Bílaleigu Akureyrar. Hann bætir við að ef allt fer á versta veg varðandi upptöku kílómetra gjalds í sumar megi gera ráð fyrir gríðarmiklu tjóni hjá bílaleigum, sem í tilviki Bílaleigu Akureyrar nemur hundruðum milljóna.
,,Ég óskaði eftir því fyrir helgi við formann atvinnuveganefndar að forsvarsmenn sveitarfélagsins Norðurþings, PCC á Bakka og Samtökum iðnaðarins færu yfir stöðuna með okkur í atvinnuveganefnd þingsins sem allra fyrst."
-segir Haukur Marteinsson nautgripabóndi á Kvíabóli en þingeyskir bændur eru stórtækir í kornrækt
Stefnt er að því að bjóða lóðir við Hofsbót 1 – 3 út á ný síðar í maí. Lóðirnar voru boðnar út í fyrravor. Engar umsóknir bárust um þær þá.
Það er eitt og annað rætt í nefndum bæjarins. Í einni þeirra kviknaði til dæmis sú hugmynd hvort ekki væri rétt að banna nagladekk á göngugötunni. Ég man ekki hver lagði þetta til enda ríkir trúnaður um það sem fram fer á nefndarfundum. Svo ekki spyrja mig.
Greiðslur úr sjúkrasjóði Einingar-Iðju á liðnu ári voru rétt tæpar 300 milljónir miðað við rúmar 266 milljónir árið áður.
Viðburður til heiðurs Hjalta Snæ Árnasyni verður í Freyvangi í kvöld, föstudagskvöldið 9. maí og hefst hann kl. 20. Hjalti Snær hefði orðið 23 ára í dag. Hann fór í sína daglegu morgungöngu frá Laugarási í Reykjavík fyrir 7 vikum síðan, gekk þar í sjóinn og hefur enn ekki fundist.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að stækka lóðina við Fálkafell til samræmis við óskir Skátafélagsins Klakks en með því skilyrði að aðgengi almennings að lóðinni verði tryggt.
„Við höfum prófað alls konar græjur og erum sammála um að þetta er tækið sem breytir lífi okkar til batnaðar,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson sem hóf fyrir skemmstu að flytja inn rafmagnsfjórhjól sem nýtast fötluðum og þeim sem ekki eiga gott með gang sérlega vel til að njóta útivistar og náttúru. Hann vísar í Jón Heiðar Jónsson sem var fyrsti Akureyringurinn til að kaupa slíkt hjól en þau nefnast Exoquad.
Starfsmannavelta er lítil hjá Norðurorku og starfsreynsla mikil og góð. Erla Björg Guðmundsdóttir Valgerðardóttir mannauðsstjóri kallaði upp á svið á aðalfundi Norðurorku á dögunum, það starfsfólk sem lætur af störfum hjá fyrirtækinu fyrir aldurs sakir og þakkaði fyrir gifturík störf í þágu þess.
Sýningar á lokaverkefnum nemenda á listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri verður opin í Hofi fram á sunnudag, 11 maí. Þetta er í fyrsta sinn sem lokaverkefnin eru sýnd í Menningarhúsinu Hofi.
Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) standa fyrir Súpufundi atvinnulífsins miðvikudaginn 14. maí kl. 11:30 á Múlabergi, Hótel KEA. Á fundinum verður sjónum beint að hagsmunagæslu atvinnulífsins og mikilvægi hennar fyrir stöðu og þróun svæðisins.
,,EM í kraftlyftingum er lokið og er ég virkilega ánægður međ árangurinn og fullur jákvæðni eftir mótiđ. Ég varđ í öđru sæti í hnébeygju međ 357.5kg, sem var 10kg bæting á mínu eigin Íslandsmeti. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef staðið á verđlaunapalli á alþjóđlegu stórmóti, sem fyllti mig stolti varðandi þá vinnu sem ég hef lagt í sportið og þann árangur sem náðist"
Sauðburður er að hefjast þessa dagana í sveitum landsins og í mörg horn að líta. Þannig er það í Höfða í Grýtubakkahreppi þar sem eru tæplega 600 fjár.
Það styttist í að kylfingar taki gleði sína því hagstæð tíð gerir það að stefnt er að þvi að opna Jaðarsvöll fyrir spilamennsku n.k. mánudag 12 maí.
,,Ný og glæsileg verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi, Akureyri, í dag 8. maí. Hágæða innréttingar frá HTH ásamt fjölbreyttu úrvali raftækja frá fjölda þekktra framleiðenda fá nú að njóta sín í nýju og betra rými." Frá þessu segir í fréttatilkynningu.
Lokaáfanga útskriftarnema á meistarastigi í sviðslistum innan LHÍ er að ljúka og dvelur hópurinn þessa dagana í Leifshúsum og munu þau sýna fjölbreytt sviðsverk verk næsta laugardag, 10. maí, frá kl 17-19:30 í Leifshúsum og svo munu þau halda í Kaktus Gallerí.
Föstudagskvöldið 9. maí kl. 20-22 opnar Fríða Karlsdóttir sýninguna Þú veist hvað þau segja um…Föstudagskvöldið 9. maí kl. 20-22 opnar Fríða Karlsdóttir sýninguna Þú veist hvað þau segja um… í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.
„Aldur er bara tala“ – ætti sannarlega að vera viðhorf hverrar manneskju í dag, enda viljum við búa þannig um hnútana að allir geti verið virkir og hraustir í sínu lífi, eins og framast er unnt. Aftur á móti, þegar kemur að ýmsum lykilþáttum í uppbyggingu samfélagsins, þá á sama viðhorf kannski ekki alveg við. Jú, aldur er ekkert annað en tala (sem breytist einu sinni á ári, og ekkert við það að athuga), en hópur eldri borgara á Akureyri er hins vegar ört stækkandi og það er tölfræði sem má ekki hundsa!