Forustugimbur fædd

Nýborin gimbur vekur hrifningu og forvitni flestra sem sjá.   Mynd  Ásta F. Flosadóttir
Nýborin gimbur vekur hrifningu og forvitni flestra sem sjá. Mynd Ásta F. Flosadóttir

Sauðburður er að hefjast þessa dagana í sveitum landsins og í mörg horn að líta. Þannig er það í Höfða í Grýtubakkahreppi þar sem eru tæplega 600 fjár.

Sauðburður er að byrja og fer vel af stað segir Ásta F. Flosadóttir sem þar býr ásamt fjölskyldu sinni. „Vonandi heldur gróandinn áfram með sama krafti svo  allar kindur komist kátar úr húsi,“ segir hún.

Nýjast