Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

,,Ný og glæsileg verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi, Akureyri, í dag 8. maí. Hágæða innréttingar frá HTH ásamt fjölbreyttu úrvali raftækja frá fjölda þekktra framleiðenda fá nú að njóta sín í nýju og betra rými." Frá þessu segir í fréttatilkynningu.  

„Þetta hefur gengið vonum framar. Að sjálfsögðu er mikil vinna að baki og að mörgu að huga þegar kemur að svona stóru verkefni en við erum afar sátt með útkomuna og hlökkum til að frumsýna nýju verslunina,“ er haft eftir Kjartani Sigurðssyni, forstjóra Ormsson.

Verslun Ormsson var áður til húsa við Furuvelli 5 en vegna flutningsins hefur staðið yfir stór rýmingarsala þar sem fjöldi vörumerkja var á veglegum afslætti.

„HTH innréttingar eru nú loks fáanlegar á Norðurlandi og erum við afar spennt að bjóða Norðlendinga velkomna í nýja sýningarsalinn,“ bætir Kjartan við.

Sérstök opnunarhátíð verður haldin á Norðurtorgi dagana 8.–11. maí þar sem fjöldi spennandi opnunartilboða verða í gangi, boðið upp á nýbakaðar vöfflur og rjúkandi kaffi fyrir fullorðna fólkið og ís fyrir börnin. Fyrstu 20 viðskiptavinir nýju verslunarinnar fá glæsilegan gjafapoka. Einnig verður í gangi myndlistarsýning með verkum eftir Ella Egils í versluninni.

„Gestir geta svo tekið þátt í leik á staðnum og eiga möguleika á að vinna HTH eldhúsinnréttingu að verðmæti allt að 1,5 milljónir króna, 50“ Samsung Frame sjónvarp, Nutribullet blandara og fleira svo það er óhætt að segja að það verði nóg um að vera í tilefni opnunarinnar,“ segir Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Ormsson og HTH.

„Tölvuleikjaunnendur ættu ekki að láta sig vanta á opnunarhátíðina því við ætlum að auki að vera með spennandi Mario Kart 8 keppni í nýju leikjarými verslunarinnar þar sem sigurvegarinn fær nýjustu Nintendo Switch 2 leikjatölvuna í verðlaun,“ bætir Hjalti við að lokum.

Opið verður frá 10–18 fimmtudag og föstudag en frá 11-16 alla helgina,  segir enn fremur  í áður nefndri tilkynningu

Nýjast