Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka
Þrátt fyrir mótbyr í samfélaginu eru tækifærin til byggja upp bæði augljós og skýr. Sterkir innviðir, öflugt samfélag og auðlindir í Þingeyjarsýslum. Trú á eigin getu og samfélag er lykilatriði. Betri tímar koma ekki af sjálfu sér heldur með markvissum aðgerðum, heimavinnu og sameiginlegri framtíðarsýn. Á þessu kjörtímabili hefur verið lögð mikil vinna í undirbúning fyrir atvinnustarfsemi á svæðinu, sérstaklega iðnaðarsvæðið á Bakka með nægu landrými, aðgengi að höfn og orku. Þó við séum langt frá höfuðborgarsvæðinu hvar mestan og sjálfsagðan vöxt má finna er ljóst að uppbygging í Þingeyjarsýslum í námunda við Akureyrarborg er bæði hagkvæm og skynsamleg fyrir land og þjóð. Að skapa tekjur, störf og treysta búsetu.