Skákfélagið Goðinn og Norðurþing

Hér er verið að kenna nemendum í Öxarfjarðarskóla  Myndir Christoph Wöll/Hjálmar Bogi / af vef Borga…
Hér er verið að kenna nemendum í Öxarfjarðarskóla Myndir Christoph Wöll/Hjálmar Bogi / af vef Borgarhólsskóla

Skákfélagið Goðinn gerði samstarfssamning við Norðurþing í júlí á þessu ári, sem meðal annars gerir ráð fyrir að félagið sinnti skákkennslu í grunnskólum Norðurþings. Samningurinn gildir til eins árs.

Þrír grunnskólar í Norðurþingi, Borgarhólsskóli á Húsavík, Öxarfjarðarskóli og Grunnskólinn á Raufarhöfn eru heimsóttir Smári Sigurðsson og Benedikt Þorri Sigurjónsson sjá um kennsluna í Borgarhólsskóla en Hermann Aðalsteinsson í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar.

Einbeittir nemar í Borgarhólsskóla.

Kennt í allan vetur

Skákkennsla hófst í september og hefur verið farið fjórum sinnum í Borgarhólsskóla þar sem nemendum er leiðbeint í Frístund og hefur það gengið vel. Mun kennslan halda áfram í allan vetur. Tvær ferðir hafa verið farnar í Öxarfjarðarskóla þar sem nemendur úr skólanum sem og Grunnskóla Raufarhafnar er leiðbeint og þeim kennd skák.

Þess má geta að Hermann, Smári og Benedikt sátu skákkennslu námskeið á vegum Skákskóla Íslands sem haldið var í haust. Metþátttaka var á námskeiðinu sem Björn Ívar Karlsson skólastjóri Skákskóla Íslands stóð fyrir.

Nemendur í öllum skólunum þremur hafa tekið vel í kennsluna og hlakka alltaf til næstu heimsóknar.

Nýjast