Ársfundur SAk: samskipti, öryggi og gæði í krefjandi umhverfi

Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) fór fram í gær. Þar flutti Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri sjúkrahússins ávarp þar sem farið var yfir stöðuna í rekstri og starfsemi SAk, framtíðarhorfur, tækifæri og helstu áskoranir. Yfirskrift fundarins var „Samskipti – Öryggi – Gæði“.

Lesa meira

Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar í Þingeyjarsveit

Afhverju Ekki, einnig nefnt „The Absolutely Everything Studio“, er þverfaglegt vinnustofu-rannsóknarsetur sem stofnað var árið 2024. Verkefnið er leitt af Dr. Jack Armitage fræði- og listamanni. Afhverju Ekki stuðlar að samvinnu og samstarfi með það að marki að finna lausnir á flóknum vistfræðilegum viðfangsefnum. Setrið er staðsett í Breiðanesi, á Laugum í Þingeyjarsveit. Þegar hefur verið tekið á móti sex fræði- og listamönnum sem komið hafa til vinnudvalar og unnið að hönnun, hugbúnaðarþróun og listsköpun, meðal annars fyrir sýningu Íslands á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr.

Lesa meira

Vicente Fita Botet - Dagleg Kynni

Sýningin verður opin föstudag 30. maí frá 19 – 21 og laugardag 31. maí frá 14 – 15.45, ath. Sýningin stendur uppi meðan á tónleikum MÝR tríós stendur, en þeir sem hefjast kl. 16.00 þann 31.mai n.k. 

Lesa meira

Hreinsunarátak Norðurorku skemmtileg hefð

Með hækkandi sólu kemur í ýmislegt í ljós, á milli trjáa og ofan í skurðum. Glaðlegir túnfíflar, spriklandi köngulær, skærgrænt gras - og því miður oft talsvert rusl. Þá er kjörið tækifæri til að taka höndum saman og hreinsa til, áður en grasið hækkar og runnarnir þéttast.

Lesa meira

Öldungaráð Akureyrar - Þátttaka í Virkum efri árum verði gjaldfrjáls

Öldungaráð Akureyrar mælir með því að þátttaka eldri borgara í verkefninu Virkum efri árum sem snýst um alls kyns íþróttaiðkun, verði gjaldfrjáls. Ráðið óskar eftir upplýsingar um hvar mál standa varðandi stuðning við tekjulægri hópa með lýðheilsustyrk.

Lesa meira

Minningarsigling með Húna n.k laugardag

Minningarsigling verður um horfna og látna sjómenn í tengslum við hátíðarhöld á sjómannadaginn, en siglt verður með Húna II EA 740 næsta laugardag, 31. maí kl. 17.

Lesa meira

Núna er rétti tíminn fyrir nýja áskorun!

Kynningarfundur um Executive MBA námið við Háskóla Íslands haldinn í Múlabergi, Hótel KEA miðvikudaginn 28.maí kl. 12:15.

Lesa meira

Húsavík: Eggvopnum beitt

Kl. 02:51 í nótt barst tilkynning til lögreglunnar um heimilisofbeldi í heimahúsi á Húsavík og að hnífi hafi verið beitt. Þegar lögregla og sjúkralið komu á vettvang kom í ljós að þar voru tveir aðilar með áverka. 

Lesa meira

Höfðinleg gjöf til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Krabbameinsfélag Akureyrar  og nágrennis  á marga velunnara  og það er  auðvitað frábært og  mjög þakkarvert.  Á Facebooksíðu  félagsins er sagt  frá höfðinlegri gjöf sem félaginu barst á dögunum.  

Lesa meira

Yfirlýsing frá Norðurþingi vegna lokunar PCC Bakka

Það hefur raungerst að PCC Bakki Silicon hefur boðað uppsagnir á 80 manns í verksmiðju sinni á Bakka við Húsavík og rekstrarstöðvun verksmiðjunnar fyrirhuguð í júlí næstkomandi. Ákvörðun byggir á erfiðleikum á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs.

Lesa meira

Framleiðsla stöðvuð á Bakka - 80 manns sagt upp

Kís­il­verið á Bakka hef­ur til­kynnt um tíma­bundna rekstr­ar­stöðvun frá miðjum júlí. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá PCC Bakk­iSilicon hf. í gærkvöld.

Lesa meira

Sólarhringssund Óðins árið 2025

Hið árlega sólarhringssund fór fram dagana 23. og 24. apríl þar sem iðkendur úr keppnishópum mættu og syntu boðsund í hollum. Aldrei, svo ég muni, hefur sundhópurinn sem synt hefur í sólahringsundinu verið jafn ungur en elstu iðkendurnir okkar í dag eru á 15 ári að frátöldum krókódílum og görpum.

Lesa meira

Spretta fer feikivel af stað og lofar góðu fyrir sumarið

„Það er ástæða til að hvetja bændur til að huga vel að skepnum í þessum miklu hlýindum og það á auðvitað líka við um gæludýraeigendur almennt. Það verður að tryggja að dýrin hafi aðgang að vatni og eins að komast í skugga,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Mikil hlýindi hafa verið ríkjandi undanfarna viku og hiti verið umtalsverður.

Lesa meira

Hverfisráð Hríseyjar fagnar samstarfsvilja Vegagerðar

Hverfisráð Hríseyjar fagnar samstarfsvilja Vegagerðar varðandi fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá í Hríseyjarferju.

Lesa meira

Útgerðarfélag Akureyringa er áttatíu ára í dag. - Tímamótanna minnst með ýmsum hætti –

Útgerðarfélag Akureyringa var formlega stofnað 26. maí 1945 og er félagið því 80 ára í dag.

Nokkrum vikum áður eða 14. mars 1945 var boðað til undirbúningsfundar til að kanna áhuga á stofnun útgerðarfélags í bænum, með það fyrir augum að sækja um heimild til skipakaupa til ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Lokaorðið - Öfugsnúin tilvera og ný tækifæri

Af og til kemur lífið mér á óvart og í skaut mér falla viðfangsefni sem ég er ekki vanur. Sum þessi viðfangsefna hafa verið mér lítt sýnileg og ég stundum hef ég hreinlega ekki gert mér grein fyrir því að þau væru til. Þetta gerist helst þegar ég þarf að taka að mér að ganga í verk sem konan mín vinnur alla jafna. En nýjar aðstæður færa manni líka ný tækifæri.

Lesa meira

Þórunn hyrna styrkir nemendasjóð VMA

Félagskonur í Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu á Akureyri hafa styrkt nemendasjóð VMA um 400 þúsund krónur.

Lesa meira

Myndaveisla frá brautskráningu VMA í Hofi í gær

Gleðin var við völd, bros, kossar, og stolt andlit enda gott tilefni til þess að fagna stórum áfanga.  Hilmar Friðjóðnsson kennari við VMA og myndasmiður lét sig ekki vantar og og fangaði augnablikið.  

Lesa meira

186 nemendur brautskráðir frá VMA

Það var þétt skipaður bekkurinn við brautskrift Verkmenntaskólans á Akureyri í gær enda útskriftarhópurinn stór, 186 nemendur af tuttugu námsbrautum auk meistaranáms að loknu sveinsprófi. 

Lesa meira

Jón Hafsteinn segir frá námi í iðnaðar- og orkutæknifræði

Þegar Jón Hafsteinn Einarsson frá Álftanesi fór að velta fyrir sér námi á sviði verkfræði var hann með margar hugmyndir í kollinum. Vélaverkfræði? Raforkuverkfræði? Ekkert virtist smella alveg – fyrr en hann rak augun í auglýsingu um iðnaðar- og orkutæknifræði. Námið fer fram í staðnámi við Háskólann á Akureyri í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Stúdentar í iðnaðar- og orkutæknifræði horfa á fyrirlestra í beinu streymi í HA á sama tíma og kennslan fer fram í HR. Aðstoðarkennari sér um dæmatíma í HA og stúdentar hafa góða aðstöðu til náms í HA og eru fullgildir HA-ingar sem tilheyra öflugu námssamfélagi háskólans

Lesa meira

Tónasmiðjan á Húsavík með stórsýningu í Heiðarbæ

Ljós í myrkri - Rokkað gegn krabbameini

Lesa meira

Góð viðbrögð komu skemmtilega á óvart

„Söfnun muna eftir Margréti Jónsdóttur gengur mjög vel og við erum hæstánægð með móttökurnar,“ segir Hlynur F. Þormóðsson kynningar- og viðburðastjóri Listasafnsins á Akureyri.

Lesa meira

N1 óskar eftir lóð til uppbyggingar við Baldursnes

Yrki eignir ehf hefur lagt fram fyrirspurn um úthlutun lóðar á horni Baldursness og Óðinsness á Akureyri, til uppbyggingar fyrir N1.

Lesa meira

Undirskrift í grunni hjúkrunarheimilisins á Húsavík

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings skrifuðu undir samkomulag á milli Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og Norðurþings um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík

Lesa meira

Minningarsigling horfina og látinna sjómanna með Húna ll

Ákveðið hefur verið að endurtaka minningarsiglingu um horfna og látinna sjómanna í tengslum við hátíðarhöld á Sjómannadaginn um aðra helgi.  Bryddað var upp á þessari fallegu nýjung  á Sjómannadaginn í fyrra og var mjög góður rómur gerður að.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Leiðsagnir um helgina

Laugardaginn 24. maí, kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningar Þóru Sigurðardóttur, Tími – Rými – Efni, og Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, sem opnaðar voru um síðustu helgi. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn um sýningarnar í boði daginn eftir, sunnudaginn 25. maí kl. 11-12.

Lesa meira

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan

 

Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl.

 
Lesa meira