Þórunn hyrna styrkir nemendasjóð VMA

Zontakonurnar Anna Marit Níelsdóttir og Þórhildur Kristjánsdóttir, með Sigríði Huld skólameistara vi…
Zontakonurnar Anna Marit Níelsdóttir og Þórhildur Kristjánsdóttir, með Sigríði Huld skólameistara við Þórslíkneskið við VMA,

Félagskonur í Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu á Akureyri hafa styrkt nemendasjóð VMA um 400 þúsund krónur.

Í samningi milli Þórunnar hyrnu og VMA um ráðstöfun þessara fjármuna skal þeim úthlutað til stúlkna/kvenna sem þurfa samkvæmt mati sérfræðinga skólans fjárhagslega aðstoð til að geta keypt tölvur til náms í skólanum.

Þessu samstarfi Þórunnar hyrnu og VMA var komið á fót síðastliðið vor og lagði Þórunn hyrna þá til 300 þúsund krónur til þess að styrkja tölvukaup fyrir stúlkur í skólanum. Þeim fjármunum var varið til kaupa á fartölvum fyrir þrjár stúlkur sem stunda nám við skólann og höfðu sótt um stuðning úr nemendasjóði.

Zontaklúbburinn Þórunn hyrna er hluti af alþjóðahreyfingu Zontakvenna. Tilgangurinn með starfi Zonta er að styðja við konur og stúlkur og vinna að jafnrétti. Þórunn hyrna tekur þátt í slíkum verkefnum hér á landi, m.a. verkefninu í VMA, og alþjóðlegum verkefnum.

Nýjast