Yrki eignir ehf hefur lagt fram fyrirspurn um úthlutun lóðar á horni Baldursness og Óðinsness á Akureyri, til uppbyggingar fyrir N1.
Forsaga málsins er að í nóvember 2020 gerðu Akureyrarbær og Festi hf. samkomulag í tengslum við framkvæmdir við Tryggvabraut sem fólu í sér breytingar á lóðum félagsins. Þar kemur m.a. fram að lóðin Týsnes 24 er tekin frá fyrir Festi hf. í fimm ár frá dagsetningu samkomulagsins.
Nú liggur fyrir að lóðin er ekki nægjanlega stór fyrir fyrirhugaða uppbyggingu og er því óskað eftir að breyta samkomulaginu með þeim hætti að afmörkuð verði ný og stærri lóð við Baldursnes sem kæmi í stað lóðarinnar Týsnes 24.
Skipulagsráð Akureyrar tók jákvætt í erindið og var skipulagsstjóra falið að vinna tillögur að breyttu skipulagi sem felst í því að afmarka nýja lóð, Baldursnes 10. Jafnframt var honum falið að vinna tillögu að breytingu á samkomulagi um úthlutun lóðarinnar í samvinnu við umsækjenda og leggja fyrir ráðið.