
Ársfundur SAk: samskipti, öryggi og gæði í krefjandi umhverfi
Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) fór fram í gær. Þar flutti Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri sjúkrahússins ávarp þar sem farið var yfir stöðuna í rekstri og starfsemi SAk, framtíðarhorfur, tækifæri og helstu áskoranir. Yfirskrift fundarins var „Samskipti – Öryggi – Gæði“.