Fréttir

Bið eftir hjúkrunarrýmum á Akureyri að aukast frá fyrri árum

Bið eftir hjúkrunarrýmum á Akureyri virðist vera að aukast frá fyrri árum, samkvæmt því fram kemur í bókun frá síðasta fundi félagsmálaráðs. Þar kynntu Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri og Soffía Lárusdóttir framkv
Lesa meira

Leynist besti virkjunarkostur landsins í Jökulsá á Fjöllum?

Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri, flytur erindi á málstofu í viðskiptafræði í stofu R 311 á Borgum við Norðurslóð, dag föstudag kl. 12.10-12.55. Yfirskrift erindisins er: Leynist besti virkjunarkostur l...
Lesa meira

Atli: Sóknarleikurinn í molum

"Við vorum að spila við frábært lið og vissum það fyrirfram. Það var hins vegar fyrst og fremst sóknarleikurinn í seinni hálfleik sem var á virkilega lágu plani í kvöld sem gerði það að verkum að við fengum ekkert út úr þ...
Lesa meira

Akureyri lá gegn FH í Höllinni

FH gerði góða ferð norður yfir heiðar er liðið lagði Akureyringa að velli með fjórum mörkum í Höllinni í kvöld í N1-deild karla í handbolta en lokatölur urðu 20-24. Akureyri byrjaði leikinn frábærlega og komst í 5-0 og FH-...
Lesa meira

Fiskey gjaldþrota

Fiskey, félag sem stóð fyrir lúðueldi á Hjalteyri og Dalvík var úrskurðað gjaldþrota á föstudag, en þá var ljóst að ekki tækist að safna nægu nýju hlutafé í félagið, sem stóð höllum fæti. Það  hefur átt við fjárh...
Lesa meira

Bæjarráð samþykkti styrki til Íþróttafélagsins Þórs

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja Íþróttafélagið Þór um kr. 250.000 vegna kalskemmda á knattspyrnuvöllum félagsins. Áður hafði íþróttaráð mælt með því að bærinn tæki þátt í þeim kos...
Lesa meira

Ósk um leyfi til móttöku og umhleðslu á sorpi hafnað

Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar hafnaði á fundi sínum í vikunni, erindi frá  Íslenska Gámafélaginu ehf., þar sem óskað var eftir leyfi til móttöku og umhleðslu á almennu heimilissorpi til flutnings á förgunarstað, í húsnæðinu...
Lesa meira

Norðmenn kosta prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við HA

Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre kemur í opinbera heimsókn til Íslands í dag og hefst hún á Akureyri.
Lesa meira

Deildarmeistararnir taka á móti Íslandsmeisturunum í kvöld

Akureyri leikur sinn fyrsta heimaleik í kvöld í N1-deild karla en þá mæta deildarmeistararnir Íslandsmeisturum FH í Höllinni kl. 19:00. Akureyringar hófu deildina með látum er liðið lagði Aftureldingu að velli í Varmá með ellefu...
Lesa meira

Öruggur þýskur sigur á Þórsvelli

Þýska liðið Turbine Potsdam sigraði Þór/KA örugglega er liðin mættust á Þórsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32-liða úrsitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. Potsdam hafði völdin á vellinum en norðanstúlkur áttu þ...
Lesa meira

Handverkshátíðin á næsta ári með svipuðu sniði og í ár

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum í gær, að Handverkshátíðin 2012 verði með svipuðu sniði og í ár og að sýningarstjórn Handverkshátíðarinnar 2011 verði óbreytt. Sýningarstjórnin fékk jafnframt umb...
Lesa meira

Verða óvænt úrslit á Þórsvelli í dag?

„Við erum nokkuð vel stemmd og hlökkum bara til verkefnisins,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Þórs/KA við Vikudag í morgun. Það verður stórleikur á Þórsvelli í dag þegar Þór/KA og þýska liðið Turbine Potsdam mæta...
Lesa meira

SR skellti Víkingum í Skautahöllinni

SR gerði góða ferð norður yfir heiðar er liðið sótti SA Víkinga heim á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld. Liðin mættust í Skautahöll Akureyrar þar sem lokatölur urðu 2-6 fyrir gestina. SR hafði 2-0 forystu eftir fyrstu ...
Lesa meira

Skorað á bæjaryfirvöld að standa vörð um Leikfélag Akureyrar

Aðalfundur Leiklistarsambands Íslands, sem haldinn var 26. september, ályktar eftirfarandi vegna frétta af málefnum Leikfélags Akureyrar að undanförnu: "Leiklistarsamband Íslands skorar á bæjaryfirvöld á Akureyri að standa vörð um ...
Lesa meira

Fagnar áformum Landsvirkjunar um nýtingu jarðvarma í Þingeyjarsýslu

Samfylkingin í Þingeyjarsýslu fagnar áformum Landsvirkjunar um nýtingu jarðvarma í Þingeyjarsýslu og lýsir yfir ánægju með hugmyndir um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu þeim tengdum í sýslunni. Jafnframt hvetur Samfylkingin  stjór...
Lesa meira

Mörg krefjandi en spennandi verkefni framundan

„Starfið leggst mjög vel í mig. Eins og gengur og gerist með umfangsmikið starf þá bíða mörg krefjandi en spennandi verkefni. Á deildinni stafar áhugasamur og metnaðarfullur hópur fólks sem ég hlakka til að starfa með. Akureyrar...
Lesa meira

SA Víkingar fá SR í heimsókn í kvöld

Einn leikur fer fram á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld en þá taka SA Víkingar á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri kl. 19:30. Bæði lið hafa þrjú stig, Víkingar eftir tvo leiki en SR einn. SA Víkingar eiga ennþá eftir ...
Lesa meira

Lögreglumenn í Eyjafirði segja sig úr óeirðaflokki

Í framhaldi af fjölmennum félagsfundi Lögreglufélags Eyjafjarðar í gær, hafa níu lögreglumenn í Eyjafirði, sem skipa óeirðaflokk lögreglunnar á svæðinu, allir sem einn, sagt sig frá störfum í óeirðaflokknum. Með þessu vilj...
Lesa meira

Heimir úr leik í 4-5 vikur

Heimir Örn Árnason fyrirliði Akureyrar verður ekki með liðinu næstu 4-5 vikurnar. Heimir meiddist á hné í leiknum gegn Aftureldingu í gær og verður að fara í aðgerð. Heimir var tæpur fyrir leikinn en hnéð virtist gefa sig alveg...
Lesa meira

Deildarmeistararnir byrja tímabilið með sigri

Akureyri fer vel af stað í N1-deild karla í handbolta en liðið sigraði Aftureldingu með ellefu marka mun er liðin áttust við í Varmá í kvöld í fyrstu umferð deildarinnar. Lokatölur urðu 20-31 fyrir Akureyri.  Akureyri hafði sex...
Lesa meira

Akureyrarbær styður við rekstur atvinnuleikhúss í bænum

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður stjórnar Leikfélags Akureyrar undirrituðu í dag samning um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur atvinnuleikhúss á Akureyri fyrir starfsárið 2011-2012.
Lesa meira

KA/Þór situr hjá fyrstu helgina í N1-deildinni

HSÍ hefur ákveðið að fjölga ekki um lið í N1-deild kvenna og að áfram verði leikin tvöföld umferð. Fylkir hætti við þátttöku á síðustu stundu og því þurfti HSÍ að bregðast við því. Þetta þýðir í stuttu máli að...
Lesa meira

Enn tvísýnt með þátttöku Rakelar í Evrópukeppninni

Enn er tvísýnt með þátttöku Rakel Hönnudóttir fyrirliða Þórs/KA í leikjunum tveimur gegn Turbine Potsdam í Meistaradeild Evrópu. Fyrri leikur liðanna fer fram á Þórsvelli á miðvikudaginn kemur og sá síðari viku síðar í Þ...
Lesa meira

Styrkir til norrænna verkefna með börnum og unglingum

Ungt fólk á Norðurlöndum á sífellt erfiðara með að skilja tungumál hvers annars, þrátt fyrir aukna umferð yfir landamæri. Norræna ráðherranefndin hefur ýtt úr vör spennandi verkefnum þar sem áhersla er lögð á að auka skil...
Lesa meira

Sýningin MATUR-INN í Íþróttahöllinni um næstu helgi

Stjórn Akureyrarstofu samþykkti á síðasta fundi sínum að styrkja sýninguna MATUR-INN 2011, sem haldin verður í Íþróttahöllinni um næstu helgi, um kr. 200.000. Í bókun stjórnar Akureyrarstofu kemur fram að sýningin endurspegli n...
Lesa meira

Aldrei hafa fleiri nemendur lært ensku í grunnskólum landsins

Aldrei hafa fleiri nemendur lært ensku í grunnskólum landsins, en 78,9% grunnskólanemenda læra ensku, samkvæmt tölum sem Hafstofan hefur tekið saman. Tölurnar eru birtar í tilefni af degi tungumála í Evrópu 26. september. Að meðalta...
Lesa meira

N1-deild karla hefst í kvöld-Akureyri byrjar á útivelli

Handboltavertíðin rúllar af stað í kvöld en þá hefst N1-deild karla. Akureyringar hefja leik á útivelli en þeir sækja Aftureldingu heim í kvöld. „Þetta verður erfiður útivöllur að fara á og við lentum í miklu basli þarna ...
Lesa meira