Handverkshátíðin á næsta ári með svipuðu sniði og í ár
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum í gær, að Handverkshátíðin 2012 verði með svipuðu sniði og í ár og að sýningarstjórn Handverkshátíðarinnar 2011 verði óbreytt. Sýningarstjórnin fékk jafnframt umboð sveitarstjórnar til að ganga til samninga um ráðningu framkvæmdastjóra fyrir sýninguna 2012.
Þá var samþykkt tillaga sýningarstjórnar að úthluta rúmum 2,6 milljónum króna til þeirra félaga sem að sýningunni unnu og verður þeirri fjárhæð skipt milli félaganna eftir vinnuframlagi.