Heimir úr leik í 4-5 vikur

Heimir Örn Árnason.
Heimir Örn Árnason.

Heimir Örn Árnason fyrirliði Akureyrar verður ekki með liðinu næstu 4-5 vikurnar. Heimir meiddist á hné í leiknum gegn Aftureldingu í gær og verður að fara í aðgerð. Heimir var tæpur fyrir leikinn en hnéð virtist gefa sig alveg undir lok leiksins í gær. Þetta er blóðtaka fyrir norðanmenn sem mæta Íslandsmeisturum FH í sínum fyrsta heimaleik í vetur næstkomandi fimmtudag.

Nýjast