Deildarmeistararnir byrja tímabilið með sigri
Akureyri fer vel af stað í N1-deild karla í handbolta en liðið sigraði Aftureldingu með ellefu marka mun er liðin áttust við í Varmá í kvöld í fyrstu umferð deildarinnar. Lokatölur urðu 20-31 fyrir Akureyri. Akureyri hafði sex marka forystu í hálfleik, 16-10. Oddur Gretarsson var markahæstur Akureyringa með 9 mörk, þar af 3 úr vítum, og Guðmundur Hólmar Helgason kom næstur með 5 mörk.
Hjá Aftureldingu var Jóhann Jóhannsson með 5 mörk en Þrándur Gíslason kom næstur með 4 mörk.
Norðanmenn leika sinn fyrsta heimaleik á fimmtudaginn kemur en þá mæta Íslandsmeistararnir í FH í heimsókn.