SA Víkingar fá SR í heimsókn í kvöld

Einn leikur fer fram á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld en þá taka SA Víkingar á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri kl. 19:30. Bæði lið hafa þrjú stig, Víkingar eftir tvo leiki en SR einn. SA Víkingar eiga ennþá eftir að endurheimta sterka leikmenn vegna meiðsla en norðanmenn fengu hins vegar liðsstyrk sl. helgi en þá fékk liðið danskan leikmann í hópinn, Lars Foder að nafni, og mun hann væntanlega spila sinn fyrsta leik fyrir SA í kvöld.

Nýjast