Fagnar áformum Landsvirkjunar um nýtingu jarðvarma í Þingeyjarsýslu
Samfylkingin í Þingeyjarsýslu fagnar áformum Landsvirkjunar um nýtingu jarðvarma í Þingeyjarsýslu og lýsir yfir ánægju með hugmyndir um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu þeim tengdum í sýslunni. Jafnframt hvetur Samfylkingin stjórnvöld til að greiða fyrir hugmyndum Huang Nobo um fjárfestingu á Grímstöðum á Fjöllum.
"Verði af þessari uppbyggingu mun það skapa ný tækifæri og samlegðaráhrif fyrir nærliggjandi byggðir. Í þessu sambandi tökum við undir ályktun Framsýnar-stéttarfélags. Samfylkingin í Þingeyjarsýslu leggur áherslu á að ráðist verði sem fyrst í bráðnauðsynlegar endurbætur í samgöngum innan svæðisins. Þar leggjum við megin áherslu á að ljúka Dettifossvegi og lagningu bundins slitlags á Hólasand. Án slíkra tenginga eru þróunarmöguleikar svæðisins verulega takmarkaðir. Eftir áratugabið er nú bjartari tímar framundan í héraði. Því er mjög mikilvægt að styrking innviða samfélagsins s.s. skóla, heilsu- og löggæslu, fylgi þeirri atvinnuuppbyggingu sem nú er í vændum," segir ennfremur í ályktun Samfylkingarinnar í Þingeyjarsýslum.