Leynist besti virkjunarkostur landsins í Jökulsá á Fjöllum?

Jón Þorvaldur Heiðarsson.
Jón Þorvaldur Heiðarsson.

Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri, flytur erindi á málstofu í viðskiptafræði í stofu R 311 á Borgum við Norðurslóð, dag föstudag kl. 12.10-12.55. Yfirskrift erindisins er: Leynist besti virkjunarkostur landsins í Jökulsá á Fjöllum? Ýmsar útfærslur hafa verið settar fram á raforkuframleiðslu með Jökulsá á Fjöllum.

Í erindinu mun Jón lýsa nýrri hugmynd að virkjun Jökulsár á Fjöllum sem hann og Birgir Jónsson við HÍ hafa rannsakað. Leiðin byggir á því að veita úr Jökulsá á Fjöllum til Hálslóns einungis yfir vetrartímann. Við það breytist margt frá fyrri útfærslum svo sem að engin miðlunarlón þarf að gera og áhrif á rennsli Jökulsár og framburð hennar eru mun minni. Rennsli í Dettifossi skerðist ekkert frá vori fram í október. Engu að síður skilar þessi virkjunarkostur gríðarmikilli orku, litlu minni en næst stærsta virkjun landsins.

Nýjast