Enn er tvísýnt með þátttöku Rakel Hönnudóttir fyrirliða Þórs/KA í leikjunum tveimur gegn Turbine Potsdam í Meistaradeild Evrópu. Fyrri leikur liðanna fer fram á Þórsvelli á miðvikudaginn kemur og sá síðari viku síðar í Þýskalandi.
Rakel fékk beinmar á rist sem hélt henni frá síðustu leikjunum með Þór/KA í Pepsi-deildinni.
Ég fer á æfingu í dag til að taka aðeins stöðuna á sjálfri mér en það er ljóst að þetta verður tæpt. Þetta gæti komið ljós eftir æfinguna í dag en ég finn alveg til í löppina ennþá þannig, sagði Rakel í samtali við Vikudag.
Ljóst er að það yrði gríðarlegur styrkur fyrir Þór/KA að fá Rakel inn í liðið gegn hinu feykilega sterka þýska liði.