KA/Þór situr hjá fyrstu helgina í N1-deildinni

HSÍ hefur ákveðið að fjölga ekki um lið í N1-deild kvenna og að áfram verði leikin tvöföld umferð. Fylkir hætti við þátttöku á síðustu stundu og því þurfti HSÍ að bregðast við því. Þetta þýðir í stuttu máli að liðin níu leika tveimur leikjum færra í vetur.

N1-deild kvenna hefst um helgina með fjórum leikjum en KA/Þór mun sitja hjá þá helgi þar sem liðið átti að fá Fylki í heimsókn.

Nýjast