N1-deild karla hefst í kvöld-Akureyri byrjar á útivelli

Akureyri og Afturelding í leik á Opna Norðlenska á dögunum.
Akureyri og Afturelding í leik á Opna Norðlenska á dögunum.

Handboltavertíðin rúllar af stað í kvöld en þá hefst N1-deild karla. Akureyringar hefja leik á útivelli en þeir sækja Aftureldingu heim í kvöld.

„Þetta verður erfiður útivöllur að fara á og við lentum í miklu basli þarna í fyrra,“ segir Alti Hilmarsson þjálfari Akureyrar. „Við þurfum því á öllu okkar að halda til þess að vinna leikinn og við ætlum okkur að sjálfsögðu ekkert annað en að byrja á sigri,“ segir Atli.

Óvíst er hins vegar hvort Atli geti stillt upp sínu sterkasta liði en mikið er um að menn sé tæpir vegna meiðsla í herbúðum Akureyrar. Þeir Heimir Örn Árnason fyrirliði, Guðlaugur Arnarsson, Ásgeir Jónsson og Heiðar Þór Aðalsteinsson eru allir spurningarmerki fyrir fyrsta leikinn.

Leikir kvöldsins:

Mán. 26.sep.2011 18.30 Varmá Afturelding - Akureyri    
Mán. 26.sep.2011 19.30 Seltjarnarnes Grótta - Valur    
Mán. 26.sep.2011 19.30 Kaplakriki FH - Fram    
Mán. 26.sep.2011 19.30 Digranes HK - Haukar    

Nýjast