Styrkir til norrænna verkefna með börnum og unglingum

Námskeið verður haldið á Akureyri.
Námskeið verður haldið á Akureyri.

Ungt fólk á Norðurlöndum á sífellt erfiðara með að skilja tungumál hvers annars, þrátt fyrir aukna umferð yfir landamæri. Norræna ráðherranefndin hefur ýtt úr vör spennandi verkefnum þar sem áhersla er lögð á að auka skilning norrænna barna á tungumálum grannþjóðanna. Eitt þessara verkefna er Norræna tungumálaátakið.

Föstudaginn 30. september verður haldið námskeið á vegum Norrænu upplýsingaskrifstofunnar í Brekkuskóla á Akureyri. Verkefnisstjóri tungumálaátaksins, Bodil Aurstad, miðlar þar Norðlendingum úr reynslubrunni sínum og vekur athygli á þeim möguleikum sem leynast til spennandi starfa með börnum og unglingum. Mögulegir norrænir styrkir verða einnig kynntir og farið verður yfir hvernig góð umsókn er unnin. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í þeirri aðstöðu að geta vakið áhuga barna og unglinga s.s. kennarar í grunn- og framhaldsskólum og fólk sem sinnir uppbyggingarstarfi með börnum og unglingum á öðrum vettvangi. Skráning hjá mariajons@akureyri.is fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 29. september.

Nýjast