Bæjarráð samþykkti styrki til Íþróttafélagsins Þórs

Félagssvæði Þórs við Hamar. Mynd: Hörður Geirsson.
Félagssvæði Þórs við Hamar. Mynd: Hörður Geirsson.

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja Íþróttafélagið Þór um kr. 250.000 vegna kalskemmda á knattspyrnuvöllum félagsins. Áður hafði íþróttaráð mælt með því að bærinn tæki þátt í þeim kostnaði sem til féll vegna viðgerða á svæði félagsins. Áður höfðu Golfklúbbur Akureyrar og KA fengið styrki af sömu ástæðu, GA 2 milljónir króna og KA hálfa milljón.

Þá samþykkti bæjarráð styrk til kvennaliðs Þórs/KA um kr. 300.000.- vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Áður hafði íþróttaráð óskað eftir því við bæjarráð að skoða mögulegan stuðning við kvennalið Þórs/KA.

Nýjast