Fréttir

Samherji og Ice Fresh Seafood áberandi á Seafood Expo Global. „Allur fiskiheimurinn hittist á sama punktinum.“

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni stendur yfir dagana 6.- 8. maí. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða.

Lesa meira

Vegleg gjöf Oddfellowstúkanna styrkir líknarþjónustu SAk

Þann 30. apríl sl. komu fulltrúar allra fimm Oddfellowstúkanna á Akureyri saman og færðu Sjúkrahúsinu á Akureyri rausnarlega gjöf til stuðnings við líknarþjónustu sjúkrahússins. Heildarfjárhæð peningagjafarinnar nam 1.245.000 krónum og er hún ætluð til að bæta aðstöðu í nýju aðstandendaherbergi á lyflækningadeildinni.

Lesa meira

Líflínan

Í þessari viku legg ég fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Janusar endurhæfingar eða tryggja sambærilega geðendurhæfingu fyrir ungmenni með fjölþættan vanda.

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit - Katta- og hundahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.”

Lesa meira

Akureyrarbær óskar eftir þátttakendum á Stórþing eldri borgara

Stórþing eldri borgara verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 30. maí. Markmið þingsins er að kanna viðhorf einstaklinga 60 ára og eldri til þjónustu Akureyrarbæjar og safna hugmyndum að áframhaldandi þróun þjónustunnar.

Lesa meira

Húsfriðunarsjóður Akureyrar Aðalstræti 54 og 54a fá viðurkenningu

Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna.

Lesa meira

Bærinn getur ekki aðstoðað

Bæjarráð Akureyrar getur ekki orðið við erindi frá gönguhópnum Club 1010. Hópurinn skoraði á Akureyrarbæ að aðstoða Félag eldri borgara á Akureyri um kaup á húsnæði við Hólabraut þar sem áður var ÁTVR fyrir starfsemi félagsins.

Húsnæðið er við Hólabraut. Starfsemi Vínbúðarinnar var flutt á Norðurtorg en til stendur að selja húsið við Hólabraut.

Lesa meira

Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Þingeyinga 179 milljónir króna

Aðalfundur Sparisjóðs Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. á Fosshótel Húsavík. Rekstur Sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var 226 milljónir króna fyrir skatta og hagnaður eftir skatta var 179 milljónir króna. Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins 14,7 milljarðar króna og hafa aukist um 1.553 milljónir á milli ára. Innlán voru á sama tíma um 12,8 milljarðar. Eigið fé sparisjóðsins var 1,5 milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.

Lesa meira

Langþráður skeljasandur skilar sér til hafnar.

Skollans langri bið eftir skeljasandi lokið. 1250 tonnum landað í s.l. viku á Dalvík og Krossanesi og farmi ekið til 24 bænda til kölkunar við jarðvinnslu eða á tún.

Auk þess fengu bændur í S-Þing. rúm 900 tonn og 340 tonn eru á leið til Reyðarfjarðar sem fer upp á Hérað.  Mikilvægt er til að tryggja góð vaxtarskilyrði plantna með réttu sýrustigi jarðvegs þar sem ódýrasta leiðin er að nota skeljasand til kölkunar.

Lesa meira

Heitaloftsþurrkun fiskafurða á Laugum Starfsleyfi framlengt til 15. nóvember

Starfsleyfi Samherja fyrir heitaloftsþurrkun fiskafurða á Laugum í Reykjadal verður framlengt um 6 mánuði og gildir til 15. nóvember næstkomandi. Heilbrigðisnefnd Norðurlands hefur samþykkt framlengt starfsleyfi.

Lesa meira

Grófin fær styrk

Grófin Geðrækt á Akureyri hefur fengið styrk frá Rafiðnaðarsambandi Íslands upp á 500 þúsund krónur.

Lesa meira

Umgengni afleit og ásýnd verulegt lýti í umhverfinu

„Það er búið að ganga frá deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi vegna geymslusvæðis liggur sömuleiðis fyrir. Því ætti ekkert að vera því að vanbúnaði hefja framkvæmdir við geymslusvæði og flytja þá hluti sem hafa varðveislugildi inn á svæðið í framhaldi af því,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands um ástand mála hjá fyrirtækinu Skútabergi á Moldhaugnahálsi.

Lesa meira

Átt þú heima í Giljahverfi? Hvað finnst þér um hverfið?

Akureyrarbær boðar til hverfisfundar í Giljaskóla með íbúum hverfisins, bæjarstjóra og bæjarfulltrúum kl. 17 fimmtudaginn 8. maí. Endilega takið daginn frá og látið í ljós skoðanir ykkar um hverfið.

Lesa meira

Kattafláning og kirkjuganga.

Það hendir mig stundum í hugsunarleysi að fara að hugsa um eitthvað sem dettur upp í hugann. Og þetta henti einmitt í dag.

Lesa meira

Að leggja grunninn að framtíðinni Upplifun úr nútímafræði

Í ár eru 20 ár síðan fyrsti árgangurinn útskrifaðist úr nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri. Í tilefni þess var rætt við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur sem var í þeim útskriftarárgangi. Hún sá tækifæri sem fólust í að vera hluti af fyrsta hópnum sem stundaði þetta áhugaverða nám.

Lesa meira

Fjölmörg verkefni fram undan að takast á við

„Það er mikið verk að vinna og fjölmörg verkefni fram undan sem takast þar á við,“ segir Björn Snæbjörnsson sem kjörinn var formaður Landssambands eldri borgara á landsfundi þess sem haldinn var í Reykjanesbæ. Helgi Pétursson lauk fjórða ári sínu í formannsstóli en formaður situr mest í fjögur ár. Björn var sá eini sem bauð sig fram og því sjálfkjörinn í embætti.

Lesa meira

Þakklátur fyrir heiðurinn og er mjög gíraður

„Ég er virkilega þakklátur fyrir þennan heiður og ætli ég orðið það ekki sem svo; mjög gíraður,“ segir Egill Logi Jónasson nýr bæjarlistamaður á Akureyri. Egill er framsækinn myndlistar- og tónlistarmaður segir í umsögn frá Akureyrarbæ, „sem hefur vakið athygli fyrir frumleg verk og ögrandi sýningar.“ Egill Logi gegnir lykilhlutverki í starfsemi Listagilsins og rekur m.a. tvær vinnustofur í húsnæði Kaktus, fyrir myndlist annars vegar og tónlist hins vegar. Hann hefur verið iðinn við að skapa vettvang fyrir unga og óháða listamenn, m.a. í gegnum tónlistarhátíðina Mysing.

Lesa meira

Tveir fengu gullmerki Einingar-Iðju

Tveir félagar i Einingu-Iðju voru sæmdir gullmerki félagsins á aðalfundi nýverið, þau Gunnar Berg Haraldsson og Laufey Bragadóttir.

Lesa meira

Fiðringur á Norðurlandi fer fram í Hofi í fjórða sinn

Fiðringur fer fram í Menningarhúsinu Hofi næsta miðvikudag, 7. maí og er þetta í fjórða sinn sem keppnin er haldin. Í ár munu tíu skólar af Norðurlandi mætast. Grunnskóli Húnaþings vestra tekur þátt í fyrsta sinn og vonandi taka fleiri skólar frá Norðurlandi vestra þátt á næsta ári því markmiðið er að sinna öllu Norðurlandi frá Borðeyri til Bakkafjarðar!

Lesa meira

,,Ég kveð sátt og held glöð út í lífið"

Þórunn Ingólfsdóttir hefur starfað hjá fyrirtækjum við Fiskitanga á Akureyri stærstan hluta starfsævinnar, lengst af hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og Samherja. Hún lét af störfum í fiskvinnsluhúsi ÚA um mánaðamótin og segist kveðja afskaplega sátt. Nú taki við nýr kafli í lífinu.

Lesa meira

Aðalfundur Framsýnar karlmenn 62% félagsmanna

Karlmönnum hefur fjölgað í Framsýn, stéttarfélagi undanfarin ár. Þar hefur líkast til mest áhrif að meirihluti starfsfólks PCC á Bakka eru  karlmenn. Verksmiðjan hóf starfsemi árið 2018.

Lesa meira

Rúm milljón til Krafts frá MA-ingum

Ár hvert heldur skólafélagið Huginn góðgerðaviku í þeim tilgangi að styrkja gott málefni. Að þessu sinni var valið að styrkja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og söfnuðust alls 1.086.000 kr.

Lesa meira

April metmánuður í farþegaflutningum á Akureyrarflugvelli

Frá þvi segir á Facebook vegg Akureyrarflugvallar að nýliðinn mánuður hafi verið sá metmánuður  í farþegaflutningum  um völlinn.

Lesa meira

Harmonikudagurinn í Hofi á sunnudagur

„Harmonikan er heillandi hljóðfæri. Það má segja að draumur okkar um að heiðra hljóðfærið rætist og því verður gert hátt undir höfði á Harmonikudeginum sem haldinn verður næsta sunnudag, 4. maí með glæsilegum tónleikum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri,“ segir Hrund Hlöðversdóttir sem ásamt Agnesi Hörpu Jósavinsdóttur hefur unnið að undirbúningi viðburðarins.

Lesa meira

Stöður skólameistara við VMA og Framhaldsskólans á Húsavík auglýstar

Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsti í dag lausar til umsóknar stöður skólameistara við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) og Framhaldsskólann á Húsavík. Umsóknarfrestur er til og með 14. maí n.k.

Lesa meira

Þrjú verkefni í Þingeyjarsveit hlutu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Hanna Katrín Friðriksdóttir atvinnuvegaráðherra úthlutaði styrkjum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 30 april s.l.

Lesa meira

Vilja klára byggingu Standgötu 1

Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar á dögunum var lagt fram erindi Kristjáns Þórs Júlíussonar fyrir hönd eigenda Strandgötu 1 ehf dagsett 31. mars 2025 vegna áforma eigenda um stækkun núverandi húss að Strandgötu 1.

Lesa meira