Fetaði nærri því í fótspor Haraldar Bessasonar
Vísindafólkið okkar – Kristín Margrét Jóhannsdóttir
Vísindafólkið okkar – Kristín Margrét Jóhannsdóttir
Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla 2023 var haldið í gær þann 21. mars. Dagskrá þingsins var afar áhugaverð og metnaðarfull. Á þinginu kynntu nemendur verkefni sem þau hafa unnið að í vetur. Þar má nefna fatakönnun nemenda þar sem þau skráðu notkun á fötum sem þau áttu og kom í ljós að þau notuðu rúmlega helming af peysum og bolum sem voru í skápunum en um 70% af buxum. Einnig sögðu þau frá fatamarkaði sem þau héldu fyrir jólin þar sem þau komu með notuð föt sem voru orðin of lítil eða hentuðu ekki og seldu á markaðinum. Vakti þessi markaður mikla lukku og verður hann haldin aftur að ári og hvöttu krakkarnir gesti þingsins til að safna fötum yfir árið og gefa á næsta markað sem haldinn verður í desember 2023.
Vegna ófærðar seinkar dreifingu blaðsins í dag. Öxnadalsheiðin er ófær og óvíst er hvenær hægt verður að opna leiðina.
Alls voru greiddar út 100 milljónir króna í frístundastyrki til barna og ungmenna á Akureyri fyrir árið 2022 á Akureyri og voru samstarfsaðilarnir alls 34 talsins.
Stundum er sagt að hlutir hafi tilhneigingu til að fara í hringi. Þegar Pétur heitinn Jónasson ljósmyndari var að undirbúa og byggja íbúðarhús og aðsetur fyrir ljósmyndastofu á Stóragarði 15 byrjaði hann á að fá rými á fjórðu hæð í Kaupfélagshúsinu og útbjó þar framköllunaraðstöðu. Sem nýttist vel þangað til ljósmyndastofan varð tilbúin og opnaði á Stóragarðinum. Þar var hún starfrækt þangað til í fyrra og eins og margir þekkja, vel búin tækjum og þekkingu varðandi myndir og myndatengda þjónustu, í takt við fáanlega tækni á hverjum tíma.
Ársskýrsla Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022 er komin út. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir veitta styrki á árinu og önnur framfaramál í þágu eflingar byggðar í Bakkaflóa.
Síminn hefur sett upp 4G farsímasendi í landi Þverár í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu í samstarfi við Neyðarlínuna
SSNE kynnti nú í upphafi ársins verkefni sem snýr að því að aðstoða sveitarfélögin á svæðinu við innleiðingu Grænna skrefa enda ljóst að óþarfi er fyrir hvert og eitt sveitarfélag að finna upp hjólið í innleiðingu umhverfis- og loftslagsstarfi sínu.
Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga ses. og Sparisjóðs Austurlands hf. hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna til að skapa grundvöll til sóknar.
Með sameiningu munu þeir áfram geta stutt vel við einstaklinga og fyrirtæki á sínum starfssvæðum sem eru aðallega í Eyjafirði og á Austfjörðum. Staða hvors sjóðs um sig er sterk, eiginfjárhlutföll þeirra eru traust sem og lausafjárstaða. Sameining sjóðanna er fyrst og fremst til að skapa grundvöll til stækkunar og sóknar.
Stærstu eigendur Sparisjóðs Höfðhverfinga eru KEA og Sænes ehf. en stærstu eigendur Sparisjóðs Austurlands eru Ríkissjóður og Fjarðabyggð. Gangi sameiningin eftir mun KEA leggja sameinuðum sjóði til umtalsvert nýtt eigið fé á næstu árum til frekari vaxtar. Þannig verður til traustur og vel fjármagnaður sparisjóður.
Vegagerðin hefur framlengt í annað sinn samning við Andey ehf. sem mun gilda frá 1. apríl til og með 31. desember 2023, um að halda uppi siglingum milli Hríseyjar og Árskógsands. Þetta er gert til að ekki verði þjónustufall á siglingum Hríseyjarferju en það myndi valda mikilli röskun á samgöngum við Hrísey.
Í dag, þriðjudaginn 21. mars, klukkan 17 til 17.40 heldur Stefán Þór Sæmundsson, rithöfundur og íslenskukennari, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tungumál og tákn. Aðgangur er ókeypis.
Annars vegar er um að ræða sýningu Söru Bjargar Bjarnadóttur, Tvær eilífðir milli 1 og 3, og hins vegar sýning Guðjóns Gísla Kristinssonar, Nýtt af nálinni, sem er hluti af listahátíðinni List án landamæra.
„Chicago er án efa stærsta sýning LA í mörg ár og hefur aðsókn og eftirspurn farið fram úr björtustu vonum. Sýningin hefur algjörlega slegið í gegn hjá áhorfendum,“ segir Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
Til stóð að hætta sýningum í byrjun apríl næstkomandi, en Marta segir að í ljósi mikillar eftirspurnar hafi það hreinlega ekki verið hægt.
„Aðsóknin á Chicago hefur góð áhrif á allan bæinn því sýningin dregur að sér gesti frá öðrum sveitarfélögum og þeir nýta sér þá ýmsa þjónustu sem í boði er í bænum í leiðinni, svo sem veitingastaði, gistingu og fleira. Þetta kemur sér því vel fyrir marga og sýnileiki bæjarins eykst. Við erum afar stolt af þessari sýningu og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Marta.
Óskuðu eftir 4 milljónum, fengu 3
Menningarfélag Akureyrar, MAk óskaði eftir viðbótarframlagi frá Akureyrarbæ upp á fjórar milljónir króna til að hægt sé að framlengja sýningartímabil söngleiksins Chicago. Bæjarráð tók erindið fyrir og samþykkti að veita MAk þrjár milljónir króna.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista lagði á fundi bæjarráðs fram bókun þar sem hún fagnar því að bæjarráð veiti Menningarfélagi Akureyrar viðbótarframlag.
„Mér finnst þó miður að ekki hafi verið hægt að verða við ósk Menningarfélags Akureyrar um viðbótarframlag að upphæð kr. 4.000.000, en beiðnin var vel rökstudd og forsendur hennar skýrar.“
Höldur - Bílaleiga Akureyrar tók á dögunum við fimmhundraðasta rafbílnum í bílaflota sinn. Hreinum rafbílum fyrirtækisins hefur fjölgað hratt síðustu ár og er það í takt við áherslur fyrirtækisins um að vera ávallt í fararbroddi í umhverfismálum og leiðandi í orkuskiptum.
Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl.
Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, Bræðsluna á Borgarfirði eystra, Skaftfell, Frystiklefann á Rifi, Aldrei fór ég suður, Ferska vinda í Garði, List í ljósi á Seyðisfirði, Skjaldborg á Patreksfirði og nú síðast brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga.
Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, gert verður myndband um verkefnið og því gefinn kostur á því að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024.
Að auki verða veitt þrenn hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar til verkefna sem hafa verið starfrækt í minna en þrjú ár. Hver hvatningarverðlaun eru 750 þúsund krónur.
Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag Eyrarrósarinnar og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Listahátíðar: www.listahatid.is/eyrarrosin
Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík flutti í gær ávarp á Landsþingi VG sem vakið hefur mikla athygli Vefurinn hefur fengið margar áskoranir um það hvort ekki væri hægt nálgast ávarpið og birta á vefnum.
Höfundur gaf sitt samþykki
Ágæta samkoma
Takk fyrir að bjóða mér að koma hér í dag og tala um stöðuna í verkalýðshreyfingunni.
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að mikil átök hafa verið innan hreyfingarinnar, átök sem ekki sér fyrir endann á.
Framundan er þing Alþýðusambands Íslands en þinghaldinu var frestað vegna óeiningar og klofnings á reglulegu þingi þess í október á umliðnu ári. Ákveðið var að boða til framhaldsþings í apríl og ljúka þingstörfum.
Framsýn hefur gengið frá samningi við flugfélagið Niceair um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Samningurinn gildir einnig fyrir félagsmenn Þingiðnar og STH. Félagsmenn geta verslað tvö gjafabréf á ári. Virði gjafabréfsins er kr. 32.000,-. Fyrir gjafabréfið greiða félagsmenn kr. 20.000,-. Fyrir tvö gjafabréf greiða félagsmenn kr. 40.000,- í stað kr. 64.000,-. Verðin taka mið af umsömdu verði og niðurgreiðslum stéttarfélaganna.
Gjafabréfin eru seld í gegnum orlofsvef stéttarfélaganna www.framsyn.is
Hægt er að nýta gjafabréfin til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Niceair í gegnum bókunarsíðu félagsins www.niceair.is
Landeigenda tveggja jarða í Svalbarðsstrandarhreppi, Veigastaða og Halllands hafa stefnt Skógræktarfélagi Eyfirðinga og var málið dómtekið í Héraðsdómi Norðurlands eystra í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að málflutningur fari fram í lok þessa mánaðar. Vaðlaskógur sem er í eigu skógræktarfélagsins liggur í landi fjögurra jarða í tveimur sveitarfélögum, auk Veigastaða og Halllands eru það Ytri- og Syðri Varðgjá í Eyjafjarðarsveit. Fram kemur í ályktun frá Skógræktarfélaginu að stefnan sé til komin vegna tilrauna landeigenda til að hafa af félaginu umráðarétt yfir landi skógarins.
Þessa dagana er unnið hörðum höndum að mótun nýrrar stefnu við Háskólann á Akureyri. Vinnuna leiðir Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri en stefnt er að því að hún taki gildi strax á næsta ári.
Sigfús Ólafur Helgason safnstjóri Iðnaðarsafnsins og fyrrum sjómaður hefur viðrað hugmyndir sínar um það að hefja Sjómannadaginn á Akureyri til vegs og virðingar á ný, en allur gangur hefur verið á hátíðarhöldum héri bæ sl. áratug eða svo. Stundum og stundum ekki, reyndar stundum bannað eins og á tímum Covid eins og fólk man hefur svolítið verið viðkvæðið sem Sjómannadagurinn á i hlut. Hugmynd Sigfúsar gengur út á að hér verði þriggja daga vegleg hátíð sem muni fara fram vítt og breytt um bæinn frá Iðnaðarsafninu og norður i Sandgerðisbót.
Egill P. Egilsson skrifar um uppsetningu Leikfélags Húsavíkur á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur
Grímseyjarferjan Sæfari fer í slipp vegna viðhalds í næstu viku og er síðasta ferð til og frá eyjunni í dag
Ferðamálafélag Hríseyjar hefur óskað eftir að samstarfssamningur milli félagsins og Akureyrarbæjar verði endurnýjaður. Þriggja ára samningur sem fyrir var rann út í lok ársins 2022.
Ákveðið hefur verið að lengja afgreiðslutímann í Hlíðarfjalli og Sundlaug Akureyrar í aðdraganda páska
Mánaðarlegar hádegiskynningar á STEM tengdri starfsemi á Húsavík
Markús Orri Óskarsson vann öruggan sigur á Skákþingi Akureyrar í yngri flokkum sem fór fram um liðna helgi. Sigþór Árni Sigurgeirsson varð annar og Tobias Matharel þriðji. Efstur í barnaflokki, þ (f. 2012 og síðar) varð Valur Darri Ásgrímsson. Alls voru þátttakendur 20 talsins og tefldu sjö atskákir á tveimur dögum.
Alls tóku 20 börn fædd 2007 eða síðar þátt í Skákþingi Akureyrar í yngri flokkum.