
Hamingjuóskir til Háskólans á Akureyri
Mikilvægri vörðu á langri leið háskólans á Akureyri til framtíðar hefur nú verið náð. Það er nokkuð víst að Háskólinn á Akureyri er rétt að byrja sína sókn. Frá stofnun hefur vöxtur háskólans verið hraður. Við höfum fengið að fylgjast með Háskólanum á Akureyri verða að einni helstu mennta- og rannsóknarstofnun landsins sem sýnt hefur fram á hvernig hægt er vaxa í síbreytilegum tækniheimi. Námsframboð hefur aukist jafnt og þétt og nám hefur eflst svo um munar. Nemendafjöldi Háskólans á Akureyri hefur aukist á ári hverju, en það er ekki skrýtið þar sem háskólinn hefur fengið viðurkenningu frá fræðasamsamfélaginu sem og nemum fyrir gæði og þjónustu. Auk þess er Háskólinn á Akureyri brautryðjandi í nýtingu fjarnáms hér á landi og hefur verið fyrirmynd fyrir aðra háskóla og opnað margar dyr fyrir fólk víðsvegar af landinu.