Fréttir

Barnaheimili á Indlandi styrkt af Ísfell og Gentle Giants á Húsavík

Daníel Chandrachur Annisius skrifar

Lesa meira

Nettó hefur opnað 2000 fermetra verslun á nýjum stað á Glerártorgi

Nettó opnaði í dag nýja og endurbætta 2000 fermetra verslun á nýjum stað á Glerártorgi, í plássi sem Rúmfatalagerinn var í áður. 

Lesa meira

Matargjafir á Akureyri og nágrenni Beiðnum hefur fjölgað mjög mikið þetta ár

Sigrún Steinarsdóttir sem heldur úti síðunni Matargjöfum á Akureyri  og nágrenni á Facebook dregur upp í færslu á Fb. dökka mynd af stöðu mála hjá mörgum um þessar mundir.

Lesa meira

Bætt götulýsing á Grenivík

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað á liðnu hausti að hefja nú í ár Led-væðingu ljósastaura á Grenivík.  Með því yrði lýsing bætt til muna en um leið náð fram orkusparnaði til framtíðar.

Skipt hefur verðið um hausa á ljósastaurum í Túngötu.  Þar sem mjög langt er á milli staura í götunni, var nokkur áskorun að finna hausa sem ná að lýsa upp götuna án þess að lýsa beint á lóðir og glugga húsa.  Reykjafell annaðist val hausa og var notað hermilíkan í tölvu til að skoða mismunandi lausnir en starfsmenn sveitarfélagsins sáu um undirbúning og vinnu við skiptin.

Lesa meira

Gáfu 800 ostborgara og franskar á Öskudaginn

Öskudagurinn fór vel fram í ágætis veðri á Akureyri í gær. Öskudagslið í glæsilegum búningum fóru milli fyrirtækja og fluttu vel æfð lög fyrir starfsfólk og fengu verðlaun fyrir.

Lúgunestin á Akureyri, Leirunesti, Ak-inn og Veganesti tóku sig saman og buðu uppá gjafabréf fyrir ostborgurum eða frönskum sem hægt væri að nýta milli sjoppa og auglýstu vel dagana fyrir.  Þessi hugmynd virðist fara vel í bæjarbúa því úr varð að 800 gjafabréf fyrir hamborgurum eða frönskum fóru út í skiptum fyrir söng.

„Okkur langaði að gera vel við börnin eftir frekar flókna öskudaga undanfarin ár útaf covid og varð þessi leið fyrir valinu og má segja að hún hafi vægast sagt slegið í gegn hjá öskudagsliðum bæjarins“ sagði Markús Gústafsson í Ak-Inn er hann var inntur eftir því hvers vegna þeir ákváðu að gefa hamborgara.

 

Lesa meira

Kvöldmaturinn Kókos Kjúklinga fajitas með hrísgrjónum

Kristinn Hugi heiti ég og  er á þriðja ári í matreiðslu við Verkmenntaskólann á Akureyri.  Ég hef verið að fikta við mat alveg frá því að ég var lítill pjakkur,  það var alltaf eitthvað sem heillaði mig við matreiðslu. Ákvörðunin að fara í þetta nám var því ekki erfið og ég mæli eindregið með því fyrir alla þá sem hafa áhuga á mat og matreiðslu,“ segir Kristinn Hugi Arnarsson sem er á þriðja ári á matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

 Hann segir að þessi uppskrift hafi orðið fyrir valinu því hún sé alltaf til í pokahorninu og gott að grípa til þegar sköpunargleðin er ekki alveg til staðar.  „Þessi réttur er mjög góð blanda af léttum og ljúfum brögðum ásamt smá sterkum tónum. Það er einnig hægt að bera hann fram sem pottrétt vilji fólk það og þá með naan brauði og einn kostur er að hafa réttinn bara alveg einan og sér.“

 

Lesa meira

Eining Iðja nýr formaður tekur við á næsta aðalfundi

Björn Snæbjörnsson mun láta af formennsku á næsta aðalfundi félagsins. Hann hefur gegnt embætti formanns Einingar-Iðju frá árinu 1999 og Verkalýðsfélagsins Einingar þar á undan frá árinu 1992, eða samtals í 31 ár. Hann sat sem meðstjórnandi í stjórn Einingar árin 1982 til 1986 og sem varaformaður frá árinu 1986. Árin í stjórn félagsins verða því orðin 41 þegar hann hættir formennsku og óhætt að segja að það verði stór tímamót á næsta aðalfundi þegar nýr formaður mun taka við. 

Lesa meira

Bakarís-fyrirlestrar Að eflast og vaxa eftir að ofbeldissambandi lýkur… er það mögulegt?

Í dag fimmtudaginn 23. febrúar nk. kynnir dr. Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar sem hún varði við HA í lok síðasta árs.

Kynningin fer fram í Brauðgerðarhúsinu í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð og hefst kl. 16:00.

Lesa meira

Sæfari á leið í slipp í vor en óljóst er hvernig siglingum verður háttað til Grímseyjar á meðan

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær var m.a. rætt um málefni Grímseyjar. Halla Björk Reynisdóttir fór meðal annars yfir stöðu mála og næstu skref við lok byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey, skipulagsmál, orkumál, sorpmál og atvinnumál.

Lesa meira

Áríðandi tilkynning frá Norðurorku

Vegna vinnu við dreifikerfi Norðurorku verður LOKAÐ fyrir RAFMAGN í hluta Lundahverfis á morgun fimmtudaginn 23. febrúar. Áætlaður tími er frá kl. 8.15-17.00 eða meðan vinna stendur yfir. Á heimasíðu Norðurorku, www.no.is, er að finna ýmis góð ráð við rafmagansrofi.

Lesa meira

Einstök börn GLITRAÐU MEÐ OKKUR 28 FEB

Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 600 fjölskyldur í félaginu á landinu öllu sem eru með afar fátíðar greiningar.

Lesa meira

Kótilettukvöld í tilefni Mottumars

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis heldur Kótilettukvöld þann 23. mars í tilefni Mottumars

Lesa meira

Norðurþing og Völsungur hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning

Fyrri samningur rann út um síðastliðin áramót og núverandi samningur gildir út árið 2025

Lesa meira

Vikublaðið kemur út á morgun

Meðal efnis framhald á umfjöllun um Krákustígsmálið, Freyvangsleikhúsið frumsýnir Fókið í blokkinn og lofar fjöri. Nýr golfskáli er í bygginu á Húsvík og sá gamli brann. Krossgátan er á sínum stað. Mikill áhugi fyrir lyftingum. Tvær nýjar sýningar opnaðar í Listasafninu. Nettó opnar á nýjum stað á Glerártorgi. Grenvíkingar bæta götulýsingu. Hægeldaður lambaskanki gæti smellpassað í helgarmatinn. Verkefninu Glæðum Grímsey er lokið og nýr sveitarstjóri tekur til starfa í Þingeyjarsveit. Um þetta og meira til er fjallað í blaði morgundagsins.

Minnum á áskriftarsímann 8606751

Lesa meira

Hvetja til byggingar bílakjallara til að bæta landnýtingu

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær með 8 atkvæðum tillögu skipulagsráðs að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.  

Skipulagsráð lagði til við bæjarráð að breyting yrði gerð á gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að gjald fyrir fjölbýlishús verði það sama og fyrir önnur íbúðarhús eða 15% í stað 12,5%. Þá er einnig lagt til að á móti lækki gjald fyrir bílakjallara fjölbýlishúsa úr 5,0% í 3,75%. Forsendur þessara breytinga eru þær að uppbygging og rekstur gatnakerfis færist nær því að standa undir sér. Á sama tíma er gert ráð fyrir lækkun á gjaldi fyrir bílakjallara til að hvetja til byggingar þeirra og betri landnýtingar.

 

Lesa meira

Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari skrifar Öskudagur - Þjóðhátíðardagur Akureyringa

Í dag er „þjóðhátíðardagur“ okkar Akureyringa – Öskudagurinn. Börn á Akureyri hafa haldið þennan dag hátíðlegan hálfa aðra öld, upphaflega að danskri fyrirmynd, enda Akureyri upphaflega danskur bær þar sem töluð var danska á sunnudögum. Jón Hjaltason sagnfræðingur skrifar um öskudaginn og bolludaginn víða í Sögu Akureyrar og segir frá því, að elsta áreiðanlega dæmið um að slá köttinn úr tunnunni, sem að vísu oftast var dauður hrafn, sé frá árinu 1867, en framan af hafi sá siður verið bundinn mánudegi í byrjun föstu. Ekki má heldur gleyma hópum barna, sem klæddu sig í skringilegan fatnað og fórum um bæinn og sungu og fengu í staðinn sælgæti og jafnvel peninga. Lengi framan af var fátítt að halda öskudaginn hátíðlegan annars staðar á landinu, en nú hefur siðurinn verið tekinn upp víða um land. Með öskudegi hefst langafasta eða sjö vikna fasta í kaþólskum sið. Öskudagur er ávallt miðvikudag sjö vikum fyrir páska og heitir á dönsku og norsku askeonsdag, á ensku Ash Wednesday og á þýsku Aschermittwoch.

Lesa meira

Mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann

Nemandi á unglingastigi í Lundarskóla á Akureyri mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann fyrir helgi og sýndi af sér ógnandi hegðun gagnvart kennara.

Lesa meira

Birtingarmyndir loftslagsbreytinga

Samstarfsverkefni Náttúrustofu Vestfjarða (www.nave.is), Náttúrustofu Austurlands (www.na.is) og rannsókna og ráðgjafafyrirtækisins RORUM (www.rorum.is)  „Birtingarmyndir Loftlagsbreytinga“  hlaut styrk úr Loftlagssjóði.  Verkefnið hefur það að markmiði að gera vefsíðu sem sýnir samfélög hryggleysingja á hafsbotni á ákveðnum stað á mismunandi tíma.

Lesa meira

Ungt vísindafólk kannar heilann og heilastarfsemina í gegnum leik

Framtíðin byrjar í Háskólanum á Akureyri og það var svo sannarlega líf og fjör í Hátíðarsal háskólans þegar 45 nemendur í 4. bekk í Brekkuskóla mættu í lotu hjá stúdentum í námskeiðinu Hugræn taugavísindi sem kennt er við Sálfræðideild.

Lesa meira

Dominique Randle landsliðskona frá Filippseyjum til Þór/KA

Þór/KA hefur samið við miðvörðinn Dominique Randle um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.

Lesa meira

Ragnheiður Jóna nýr sveitarstjóri í Þingeyjarsveit

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur um að taka að sér starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar út kjörtímabilið. 

Lesa meira

Saltkjöt og baunir, kannski ekki á túkall en alltaf vel þess virði.

Í dag er Sprengidagur sem er seinasti dagur fyrir lönguföstu sem hefst á morgun Öskudag. Á heimasíðu sem heitir  www.islensktalmanak.is  eru þessar upplýsingar að finna um þennan merka dag.

 ,,Sprengidagur er þriðjudagurinn á milli Bolludags á mánudegi og Öskudags á miðvikudegi. Ásamt sunnudeginum og Bolludeginum kallast þeir þrír Föstuinngangur fyrir Lönguföstu sem hefst á Öskudag í 7. viku fyrir Páska.

Lesa meira

Finnskur varnarmaður til liðs við Þór í fótboltanum

Heimasíða Þórs greinir frá þvi að finnski leikmaðurinn Akseli Kalermo hafi skrifa undir samnig við knattspyrnudeild félagsins  og leiki með liðinu  á komandi  keppnistímabili.  Kalermo sem er  26 ára gamall leikur i stöðu miðvarðar og kemur til Þórsara frá Litháenska félaginu FK Riteriai sem er frá Vilinius. 

Lesa meira

Áhersla á vetrarflug til að jafna árstíðasveiflur

„Farþegarnir sem koma hingað að vetri eru að leita að ævintýrum og náttúru yfir vetrartímann. Þeir sækja hingað til að sjá norðurljósin, prófa böðin okkar og fara í jeppaferðir, sleðaferðir, hundasleða, heimsækja söfn og sýningar og gönguferðir svo eitthvað sé nefnt,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. . „Við leggjum mesta áherslu á vetrarflugin, en þannig getum við lagfært árstíðarsveiflu sem við búum enn þá við hér á svæðinu.“

Lesa meira

Notaður tölvubúnaður úr VMA fær framhaldslíf í skóla í Bobo-Dioulasso í Búrkína Fasó

Á síðasta ári var tölvubúnaður í VMA endurnýjaður, fartölvur leystu af hólmi stofutölvur og skjái. Um eitthundrað tölvur, sem var skipt út í VMA, munu síðar á þessu ári fá nýtt hlutverk í skólanum Ecole ABC de Bobo í Bobo-Dioulasso, næststærstu borg Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku, þar sem búa um 540 þúsund manns.  

Yfirgripsmikið starf ABC barnahjálpar í Bobo-Dioulasso

Á annan áratug hefur ABC barnahjálp á Íslandi lagt sitt af mörkum við skólastarfið í þessum leik-, grunn- og framhaldsskóla í Bobo-Dioulasso og eru forstöðumenn hans íslenskir, Hinrik Þorsteinsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Þau stýra skólanum og uppbyggingarstarfinu þar í samstarfi við heimafólk. ABC barnahjálp á Íslandi og í Bretlandi er fjárhagslegur bakhjarl þessa skólastarfs og er það eitt af þeim verkefnum sem ABC barnahjálp á Íslandi styður. Markmiðið með starfi ABC barnahjálpar er að gefa fátækum börnum tækifæri til þess að mennta sig og efla þau og styrkja í lífinu.

Lesa meira

Fjórðungur úr aðalúthlutun Safnasjóðs fer til Norðurlands

Á árinu 2023 hefur menningarráðherra að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað alls 209.510.000 krónum úr safnasjóði

Lesa meira

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar rekur Smámunasafnið ekki áfram í núverandi mynd

„Ekkert stefnuleysi ríkir hjá sveitarstjórn þegar kemur að safninu og framtíð þess,“ segir í svari sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveit til Félags íslenskra safna og safnamanna, en félagið spurðist fyrir um áform sveitarstjórnar varðandi Smámunasafn Sverris Hermannssonar sem verið hefur í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit um árabil. 

„Sveitarstjórn hefur ákveðið að reka safnið ekki áfram í núverandi mynd. Í því felst að sveitarfélagið mun láta af því að skrá safnmuni og ekki ráða starfsmann til að halda úti almennri opnun safnsins,“ segir í svari Eyjafjarðarsveitar þar sem spurt er um stefnu varðandi framtíð safnsins.

Lesa meira