
Kammerkór Norðurlands býður upp á „Sound of Silence“
Ásgeir Böðvarsson úr Kammerkór Norðurlands segir það nokkuð ljóst að menningarstarfsemin sé að ná sér á strik eftir kulsöm Covid-ár
Ásgeir Böðvarsson úr Kammerkór Norðurlands segir það nokkuð ljóst að menningarstarfsemin sé að ná sér á strik eftir kulsöm Covid-ár
Landsbankinn hefur tekið tilboði fjárfestingafélagsins Kaldbaks í Landsbankahúsið við Ráðhústorg á Akureyri sem auglýst var til sölu fyrir um mánuði síðan. Sjö tilboð bárust og var tilboð Kaldbaks hæst. Kaupverðið er 685 milljónir króna.
Landsbankahúsið er um 2.400 fermetrar að stærð og setur mikinn og fallegan svip á torgið. Húsið var tekið í notkun árið 1954. Fyrstu tillöguuppdrætti að húsinu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis.
Heimilsfólkið á Hlíð gerði það ekki endasleppt frekar en fyrri daginn í hjólakeppninni World Road for Seniors sem er alþjóðleg keppni milli hjúkrunarheimila en í gær fór fram verðlaunaafhending fyrir þátttöku í keppninni sem er nýlokið.
Öll getum við sammælst um það að vilja börnunum okkar það besta. Við viljum hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhugasvið, efla sjálfstraust þeirra og hvetja þau áfram til þess að geta orðið virkir þátttakendur í samfélaginu.
Á Íslandi er skólaskylda. Hvergi annars staðar í þjóðfélaginu eru einstaklingar skyldugir að mæta. Ef vinnustaður barna skilar ekki tilskildum árangri og börnunum líður ekki vel þar, þá verður að endurskoða hlutina. Með sameiginlegu átaki getum við betrumbætt skólakerfið og gefið börnunum okkar tækifæri og framúrskarandi umhverfi til að blómstra. Ekkert barn á að þurfa að týnast á Íslandi sökum ósanngjarnra áskorana í opinberu kerfi sem allir verða að ganga í gegnum í tíu ár.
Kristnesspítali á sér langa sögu. Upphaflega urðu berklarnir til þess að konur í Hjúkrunarfélaginu Hjálpinni í Saurbæjarhreppi beittu sér fyrir söfnun til byggingar heilsuhælis. Hornsteinn að Kristneshæli var lagður 25. maí 1926 og hælið vígt 1. nóvember ári síðar. Kristnesspítali fagnaði því 95 ára afmæli sínu í gær.
Samkvæmt samningnum, sem gildir út árið 2026, skal Siglingaklúbburinn Nökkvi sjá um rekstur og umsjón félagssvæðisins
„Barnið mitt leggur ekki aðra í einelti.“
Þetta hugsum við flest um börnin okkar. Samt hefur að tæpur fjórðungur (23%) barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára upplifað einelti á netinu, í símanum eða tölvuleikjum sl. 12 mánuði samkvæmt nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla. Í öllum eineltismálum eru bæði þolendur og gerendur. Þar með getum við ekki horft framhjá þeirri staðreynd að á sama tíma og börn verða fyrir einelti er jafnframt hluti barna sem leggja aðra í einelti. En hvaðan koma þessi börn sem eru gerendur eineltis ef ekkert foreldri á barn sem er gerandi?
Heimasíða Samherja segir frá samstarfi fyrirtækisins við Háskólan á Akureyri sem tengist námi í sjávarútvegsfræðum.
,,Um fjörutíu nemendur af þremur námsleiðum við Háskólann á Akureyri hafa síðustu vikur verið í vettvangsferðum hjá Samherja. Námsleiðirnar eru sjávarútvegsfræði, viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg og meistaranám í stjórnun sjávarauðlinda. Hörður Sævaldsson lektor og deildarformaður Auðlindadeildar við Háskólann á Akureyri segir mikil þægindi að gera skotist í slíkar vettvangsferðir í næsta nágrenni við skólann. Sérlega fróðlegt hafi verið að rekja ferli hráefnis frá vel búnu fiskiskipi í gegnum hátækni fiskiðjuver.
Það eru öflugir heimamenn sem standa að versluninni, verktakar einstaklingar og fyrirtæki
Það er stundum erfitt að átta sig á því hvað mönnum gengur til. Hér er ég að vitna til þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja það vera forgangsmál á Alþingi að brjóta niður íslenska verkalýðshreyfingu, sama hvað það kostar. Það er grátbroslegt að hugsa til þess að þingmennirnir telja að með því að skerða aðgengi launafólks að stéttarfélögum efli það félögin og vitna þeir til Norðurlandanna hvað það varðar.
Nú vill svo til að ég þekki ágætlega til þessara mála í okkar nágrannalöndum, þar sem ég sat í stjórn Nordisk Union um tíma, en það eru samtök verkalýðsfélaga í matvælaframleiðslu á Norðurlöndunum. Þar hafa hægri stjórnir lengi lagt sig fram um að veikja verkalýðshreyfinguna, enda gerðar út af auðvaldinu í viðkomandi löndum líkt og á Íslandi. Því miður hefur þessum aðilum tekist það ætlunarverk sitt. Erlendum starfsmönnum sem komið hafa til starfa í Skandinavíu hefur markvisst verið haldið utan stéttarfélaga svo þeir geti ekki sótt kjarasamningsbundinn rétt sinn sé brotið á þeim sem er daglegt brauð. Aðbúnaður þessara starfsmanna hefur verið skelfilegur auk þess sem launakjörin hafa verið langt fyrir neðan skráð lágmarkslaun. Þá eru dæmi um að vegabréfum erlendra starfsmanna hafi verið haldið eftir hjá eigendum fyrirtækjanna til að koma í veg fyrir að þeir yfirgæfu vinnustaðinn án samþykkis yfirmanna. Því til viðbótar hefur mafían í austantjaldsríkjunum verið að gera út verkamenn til starfa í Skandinavíu. Verkalýðshreyfingin hefur átt erfitt með að mæta þessum veruleika vegna skorts á valdheimildum. Þetta er umhverfið sem blasir við okkur takist þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að brjóta niður öfluga verkalýðshreyfingu á Íslandi. Verkalýðshreyfingu sem flestar þjóðir heims öfunda okkar af enda hefur hreyfingin komið að mörgum framfaramálum fyrir íslenska alþýðu, sem við getum verið stolt af og rúmlega það.
Stundum eiga myndir vel við textan sem þær fylgja en liklega er ekki svo hér i þetta sinn, spáin fyrir þessa viku er alls ekki svo glötuð!
Árið 2014 bauð Sjúkraflutningaskólinn upp á námseið um fyrstu hjálp í Grímsey og upprifjunarnámskeið tveimur árum síðar. Frá þeim tíma hefur lítið gerst og margir sem sóttu þessi námskeið hafa flutt úr eyjunni eða dvelja í landi yfir vetrartímann.
Mikilvægt er að bæta stöðu ADHD mála á Norðurlandi, þörfin er mikil og úrræðin fá. „Staðan fyrir norðan er svipuð og um landsbyggðina alla, langir biðlista eftir þjónustu. Ástandið er skelfilegt í þessum málaflokki,“ segir Hrannar Björn Arnarsson framkvæmdastjóri ADHD samtakanna.
Húsavík öl var kosið besta brugghúsð á alþjóðlegri bjórhátíð í Frakklandi
Eitt af því sem gerir Akureyringa segjum æsta, er hvort og hvernig götur bæjarins eru þrifnar. Sóparar eða tæki sem þyrlar bara upp rykinu, sjór á göturnar, eða hreint vatn. Við skulum ekki fara út í umdeildustu ,,þrif“ gatna okkar að þessu sinni þ.e snjómoksturinn en á því sviði erum allir sérfróðir nema þessir sem stjórna honum ef marka má raddir.
Umræðan um skjánotkun barna og ungmenna hefur verið hávær síðustu vikur. Í framhjá hlaupi er ábyrgð foreldra nefnd í þessu samhengi. Foreldrar sem fylgjast með umræðunni vita að jú, þeir hafa skyldum að gegna gagnvart skjánotkun barna sinna en hverjar eru þær eiginlega?
Annasamur en ótrúlega skemmtilegur bleikur október senn að baki
Samkomulag hefur náðst um að Vitinn Mathús eldi mat fyrir viðskiptavini velferðarsviðs tímabundið en heimsendur matur var í síðasta sinn afgreiddur frá Eldhúsi Akureyrar (Matsmiðjunni ehf) fyrr í dag.
Málþing á vegum Akureyrarakademíunnar í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, laugardag 29. október, kl. 14:00 – 17:00.
Markmið málþingsins er að hefja samtalið um það sem verið er að gera hér í bænum til að auka færni innflytjenda í íslensku og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu.
Miðvikudaginn 19. október sl. fóru nemendur á öðru ári í kennarafræði við Háskólann á Akureyri í vettvangsferð um Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórnarfólki norðan heiða líst ekki vel á þá hugmynd að hefja gjaldtöku hjá notendum nagladekkja. Nokkrar umræður hafa verið um málið undanfarið og sýnist sitt hverjum. Umhverfisstofnun hefur viðrað þessa hugmynd til að reyna með því hvað hægt er að minnka notkun negldra hjólbarða.
Töluverð umræða hefur farið fram um ráðhús Akureyrar og staðsetningu þess. Ástæðan er sú að Landsbankahúsið við Ráðhústorg er til sölu og í því sambandi hefur verið stungið upp á að bærinn keypti það, breytti og bætti og gerði síðan að ráðhúsi við samnefnt torg. Fram hafa komið efasemdir um þá tillögu og bent á að hún yrði bæði dýr og óhagkvæm enda húsið gamalt og þarfnast mikilla endurbóta til þess að uppfylla kröfur sem gera verður til nútíma stjórnsýsluhúss.
Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna.
Yfirlýsing frá Fagráði sjúkrahússins
Mömmur og möffins gefa fæðingardeild pening til tækjakaupa.