Fréttir

Dagatalskerti 2022 frá Studio Vast

Studio Vast er lítil skapandi hönnunarstofa á Akureyri sem á hverju ári hannar og framleiðir jólavörur sem margir þekkja orðið víðsvegar um land.  Þetta er fimmta árið í röð sem Vaiva grafískur hönnuður og eigandi Studio Vast kynnir dagatalskertið ,,24 dagar til jóla". Eins og áður eru kertin framleidd í takmörkuðu upplagi sem gerir þau einstök.  Það er hefð hjá mörgum að kveikja á dagatalskerti 1, desember og njóta þeirra fram að jólum.

Lesa meira

Vímuefnaneytendur eiga erfitt með að fá íbúðir á almennum markaði

„Neysla vímuefna er orðin harðari á Akureyri sem gerir það að verkum að fleiri eiga í erfiðleikum með að fá íbúðir í almennum fjölbýlishúsum og er það hópurinn sem kallar á helstu áskoranirnar og er í mestri hættu á að verða heimilislaus,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs. Kynning var á stöðu heimilislausra á Akureyri í október 2022 á síðasta fundi ráðsins.

Lesa meira

Leitin að bæjarjólatrénu hafin

Líkt og áður er íbúum Húsavíkur boðið að taka þátt í valinu  

Lesa meira

Tæplega 1000 skólabörn sáu drauginn Reyra

Draugurinn Reyri stóð heldur betur í ströngu í Hofi í vikunni. 

Lesa meira

Ásrún Ýr ráðin verkefnastýra Áfram Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir var ráðin verkefnisstýra Áfram Hrísey.  Hefur hún meðal annars byggt upp nýja samfélagsmiðla fyrir Hrísey og samtengt þá við hrisey.is 

Lesa meira

Eiður Stefánsson, formaður FVSA með ákall til bæjarstjórnar Akureyrar

Eiður Stefánsson formaður FVSA sendi nú eftir hádegið frá sér ákall til bæjarstjórnar Akureyrar vegna vinnu  við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið  2023.

Ákall til bæjarfulltrúa um hófsemi!

Hart er lagt að verkalýðshreyfingunni að gæta hófsemi í launakröfum í yfirstandandi kjaraviðræðum, stefið er að of háar kröfur myndu hleypa verðbólgunni upp. Það gleymist hisvegar að það sem af er ári hafa heimilin sýnt gríðarlegan sveigjanleika til að mæta verðhækkunum á mat, eldsneyti og öðrum aðföngum í skugga stríðs og heimsfaraldurs. Þá er ótalin hækkun stýrivaxta með tilheyrandi áhrifum á lánaafborganir og leigugreiðslur.

 

Lesa meira

Íslenskukunnáttan nauðsynleg

Á heimasíðu Samherja er að finna viðtal við Bethsaidu Rún Arnarson  en hún flutti til landsins fyrir tæpum 30 árum.  Bethsaida vissi litið um fiskvinnslu en sótti um hjá ÚA og hefur  starfað hjá fyrirtækinu að mestu þennan tíma og kann vel við sig  eins og lesa má í viðtali sem Karl Eskil tók við Bethsaid.

Lesa meira

Ný verslun Krónunar opnar 1 des. n.k.

Nú styttist í opnum nýrrar 2000 fermetra  verslunar  Krónunnar við Hvannavelli á Akureyri en fyrirhugað er að opnað verði þann 1 des n.k.   Bjarki Kristjánsson verslunarstjóri segir að kassakerfi  búðarinnar sé uppsett og tilbúið eins sé með rekka og innréttingar.   Unnið er að uppsetningu og tenginu kæla og frystitækja en það sé mikið verk. 

Lesa meira

Fínasta hæglætisveður þessa viku.

Það er allt útlit fyrir hæglætisveður þessa viku fyrri hluta hennar  getum við reiknað með að það verði þurrt lengst af.  Lykilorðið hér er s.s lengst af.  Það er nefnilega ekki útilokað að  það muni rigna af og til en þá ekki neitt  stórvægilegt. Hiti verður um og rétt yfir frostmark

Lesa meira

Akureyrarkirkja með vinsælustu viðkomustöðum ferðalanga

Lesa meira

Markmiðið að efla íbúa og byggja upp færni

Setja á fót STEM fræðslunet á Húsavík með áherslu á samfélagsþátttöku

Lesa meira

Sláturtíð lokið hjá Kjarnafæði-Norðlenska á Húsavík

Sláturtíð er lokið hjá Kjarnafæði-Norðlenska á Húsavík og gekk almennt vel. Heldur færra fé var slátrað í haust en var í fyrra og þá var meðalvigt í víð lakari en var í fyrrahaust. „Sláturtíð er stórt verkefni og allir fegnir þegar henni er lokið þó svo að vel hafi gengið. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til allra sem þátt tóku, starfsfólks, verktaka og ekki síst bænda sem auðvitað eru lykillinn að því að allt gangi upp,“ segir Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri á sláturhúsi Kjarnafæðis-Norðlenska á Húsavík. 

Lesa meira

„Þörfin er svo sannarlega til staðar“

Aflið útvíkkar þjónustu sína og opnar útibú á Húsavík

Lesa meira

Loksins þegar maður lætur eftir sér að helluleggja í skóginum, helluleggur maður náttúrulega tré

Fyrirsögnin hér fyrir ofan er fengin úr Facebookarfærslu Skógræktarfélags Eyjafjarðar en það hefur væntanlega ekki farið fram hjá fjölmörgum gestum Kjarnaskógs að í sumar og í haust stóðu yfir miklar framkvæmdir á svæðinu við snyrtingarnar í Kjarnakoti og reist hefur verið ný líkamsrækt sem nefnd hefur verið Kjarnaclass.  Eins var vegurinn gegnum skóginn endurbættur verulega.  Vinsældir svæðisins fara ört vaxandi með ári hverju enda er alltaf hægt að finna skjól í Kjarnskógi, eitthvað sem unnendur  hans kunna vel að meta.

Lesa meira

Styttist í að íbúar Akureyrar verði 20.000

Íbúum Akureyrar hefur fjölgað um 330 frá 1. desember á síðasta ári og voru þeir um síðustu mánaðamót 19.913. Hlutfallsleg fjölgun er 1.7%. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum Þjóðskrár.

Lesa meira

Froðupólitík

Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri um gjaldfrjálsa leikskóla hefur í mínum huga  aðeins tvær skýringar, annað hvort algjöra vanþekkingu á rekstri sveitarfélagsins eða þar að baki er vísvitandi ákvörðun um að blekkja kjósendur í aðdraganda kosninga. Það er merkilegt nú að fylgjast með oddvita Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í fjölmiðlum kenna samstarfsflokkum sínum í meirihluta í bæjarstjórnar, L-listanum og Miðflokknum um að það sé ekki hægt að efna kosningaloforð þeirra. Heiðarlegra væri að segja það sem ég tel nokkuð víst að sé rétt – Sjálfstæðisflokkurinn vill það ekki einu sinni sjálfur. Sem dæmi þá er mun líklegra að nú muni koma fram þrýstingur innan úr Sjálfstæðisflokknum fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun, að lækka álögur, þá sérstaklega fasteignaskatt, fremur en að lækka raunkostnað foreldra á leikskólagjöldum.

Lesa meira

Framhaldsskólanemar kynntu sér Háskólann á Akureyri

Það var líf og fjör í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku á Opnum dögum

Lesa meira

„Lofið mér að klára áður en þið klárið allt frá mér.”

Þankar gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Lýðheilsukort betra verð í sund, fjallið og á skauta

Bæjarstjórn hefur samþykkt að bjóða barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu sérstakt Lýðheilsukort gegn bindingu í eitt ár. Um er að ræða tilraunaverkefni sem veitir handhöfum kortsins ótakmarkaðan aðgang að Sundlaugum Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri.

Kortin verða til sölu frá 10. nóvember 2022 til 1. mars 2023 og gilda í eitt ár frá kaupdegi. Að einu ári liðnu, eða í mars 2024, verður árangur af tilraunaverkefninu metinn og tekin ákvörðun um framhaldið.

Lesa meira

Ljósmyndasýningin Með mínum augum

Með mínum augum er yfirskrift ljósmyndasýningar  Hermanns Gunnars Jónssonar, Hermanns frá Hvarfi sem opnuð verður í Deiglunni í dag, föstudaginn, 4. nóvember kl. 16. Opið verður til kl. 20 í dag, en sýningin stendur yfir fram á sunnudag og er opin um helgina frá kl. 11 til 17.

Lesa meira

Ný íslensk jólaópera í öllum grunnskólum á Norðurlandi

Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri mun sýna nýjan gleðilegan jólasöngleik/óperu fyrir ÖLL 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, allt frá Hvammstanga til Vopnafjarða

Lesa meira

Niceair til Alicante og Dusseldorf í vor

Flug til Alicante og Dusseldorf frá Akureyrarflugvelli með Niceair hefst næsta vor.

Lesa meira

Framsýn - Stéttarfélag og Flugfélagið Ernir endurnyja samning um kaup á flugfarseðlum

Framsýn hefur endurnýjað samning við Flugfélagið Erni um kaup á flugmiðum fyrir félagsmenn. Viðskiptin hljóða upp á kr. 9.000.000,- eða 600 flugmiða. Vegna mikilla kostnaðar- og eldsneytishækkana í heiminum síðustu mánuði hækka miðarnir frá flugfélaginu úr kr. 12.000,- í kr. 15.000,- og hefur nýja verðið þegar tekið gildi. Miðarnir verða áfram seldir til félagsmanna á kostnaðarverði. 

Lesa meira

Fyrsti áfangi gagnavers atNorth reistur á 4 mánuðum

Það er góður gangur á framkvæmdum við gagnaver atNorth við Hlíðavelli eins  og fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

 

Lesa meira

Afmælishátíð Glerártorgs

Um þessar mundir eru 22 ár liðin frá opnun Glerártorgs á Akureyri en vegna heimfaraldurs var ekki hægt að  halda veglega upp á 20 ára afmælið 2020 eins og vonir stóðu til .  Nú skal hinsvegar úr þvi bætt og er óhætt að segja að mikið standi til.

Lesa meira

Að fá fyrir ferðina

Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð.

Lesa meira

Bílaleiga Akureyrar 30 til 35 milljóna tjón vegna sandfoks

Heildarkostnaður við tjón sem urðu á bílaleigubílum í eigu Bílaleigu Akureyrar í hvassviðrinu sem gekk yfir landið í lok september nemur á bilinu 30 til 35 milljónir  króna.

Lesa meira