
Breytingar á póstþjónustu á Kópaskeri-Frétttatilkynning
Póstþjónusta á Íslandi hefur á síðustu árum tekið stórfelldum breytingum. Fjöldi bréfasendinga hefur dregist saman um 74% frá árinu 2010 en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Pósturinn leggur áherslu á að aðlagast hratt og örugglega og kappkostar að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda.
Um miðjan janúar 2023 hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu á Kópaskeri. Þar stendur til að loka pósthúsinu en leggja þess í stað meiri þunga á aðrar þjónustulausnir. Pósturinn vill upplýsa viðskiptavini sína um þessar fyrirhuguðu breytingar tímanlega. Dreifibréf með öllum nánari upplýsingum um breytingarnar verður dreift til íbúa þegar nær dregur.