Listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni í Listasafninu á Akureyri n.k. laugardag
Laugardaginn 20. apríl kl. 15 verður listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni um verk hans á samsýningunni Sköpun bernskunnar, sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Stjórnandi er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, sýningarstjóri. Aðrir þátttakendur sýningarinnar eru Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og nemendur úr leikskólanum Naustatjörn og grunnskólunum Glerárskóla og Naustaskóla.