Artic cat Snocross Tindastóll fór fram s.l laugardag

Sigurður Bjarnason í loftköstum.  Mynd Katla Mjöll Gestsdóttir
Sigurður Bjarnason í loftköstum. Mynd Katla Mjöll Gestsdóttir

Á laugardag fór fram Artic cat snocross Tindastól, keppnin var sú fjórða af fimm og því margt í húfi fyrir þá sem keppa til íslandsmeistaratitils. Mjóu mátti muna í öllum flokkum og því mikið í húfi fyrir keppendur. Veðrið var ekki eins og á var kosið fram eftir degi en svo rættist úr því eins og leið á keppnina. Krakkakeppni fór fram þar sem keppendur sýndu sínar bestu hliðar og nutu þess að taka þátt í snocrosskeppni.

Í unglinga flokki var Sigurður Bjarnason með öruggan sigur. Í Sport lite var Guðjón Guðmundsson með sigur. Í Sport flokknum var Frímann Geir Ingólfsson með öruggan sigur og Birgir Ingvarsson fylgdi fast á eftir honum. Í Pro lite vann Alex öruggann sigur. Pro open sigraði Baldvin Gunnarsson, mikil keppni myndaðist í þeim flokk, í fyrsta heati var mikill keppni á milli Baldvins og Jónasar, Jónas hafði betur í því heati. Í heat númer 2 var Baldvin með öruggan sigur og var langt á undan næsta keppanda. Í 3. Heati var mikil keppni á milli Baldvins og Einars Sigurðssonar og hafði Baldvin betur í þeirri keppni.

Forysta í stigum til íslandsmeistara:

Unglingaflokkur:

Sigurður Bjarnason (267), Tómas Karl Sigurðarson (261), Árni Helgason (241)

Sport :

Frímann Geir Ingólfsson (290), Birgir Ingvarsson (243), Gabríel Arnar Guðnason (179)

Pro lite:

Alex Þór Einarsson (275), Ármann Örn Sigursteinsson (256), Sigurður Kristófer Skjaldarsson (200)

Pro:

Baldvin Gunnarsson (277), Ívar Már Halldórsson (254), Jónas Stefánsson (248)


Athugasemdir

Nýjast