Úrslit ráðast á Kjarnafæðismótinu i fótbolta, allur aðgangseyrir rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar

Það verður án efa hart barist  í Boganum í kvöld.  Mynd  ka.is
Það verður án efa hart barist í Boganum í kvöld. Mynd ka.is

KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins í Boganum kl. 20:00  í kvöld. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr. og rennur hann óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar.

Það er alltaf líf og fjör á vellinum þegar þessi félög mætast  og því má búast við góðri skemmtun fyrir lítið fé og ekki er verra að um leið að styrkja starf Krabbameinsfélagsins.

 

 


Athugasemdir

Nýjast