Nýr aðili tekur við rekstri á Flugkaffi á Akureyrarflugvelli.
,,Við munum fara rólega af stað en kappkosta að bjóða fólki uppá góðar veitingar og ég lofa því að pönnukökurnar með sykri verða sko áfram á boðstólnum. Þetta er gömul uppskrift frá langömmu sem Baldvin Sig. ,,dassaði“ aðeins upp og þeim verður ekki haggað“ sagði Steingrímur Magnússon hjá Trolley en ISAVA gekk til samninga við fyrirtækið að loknu útboði og tóku hinir nýju rekstraraðilar við núna um nýliðin mánaðamót.