Fréttir

Glæsileg gjöf til Iðnaðarsafnsins.

Á Facebooksíðu Iðnaðarsafnsins  er sagt frá góðri gjöf sem safninu barst ekki fyrir löngu þegar þeir bræður Viðar  og Valur  Eyþórssynir færðu safninu  málverk sem Örlygur Sigurðsson listmálari og listkúnstner málaði af föður þeirra Eyþóri Tómassyni eða   ,,Eyþór í Lindu" eins  og hann var ætíð nefndur.

Í frétt safnsins kemur þetta fram:.

,,Á dögunum barst Iðnaðarsafninu að gjöf málverk af athafnamanninum Eyþóri Tómassyni stofnanda súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu hér í bæ. Það voru synir Eyþórs, þeir Valur og Viðar sem afhentu safninu málverkið að gjöf.

Lesa meira

Spennandi vetur framundan

Stöðugur straumur gesta í Skógarböðin í sumar

Lesa meira

Talsvert tjón bæði á húseignum og munum vegna flóða á Oddeyri

Ástand á Oddeyri hefur ekki verið gott það sem af er degi, mikið sjávarflóð inn í húseignir á svæðinu.

Lesa meira

Ekkert fráveitukerfi hannað til að ráða við aðstæður þegar sjór gengur á land

Neyðarstjórn Norðurorku kom saman  til að fara yfir stöðu mála í tengslum við veðrið sem gekk yfir svæðið fyrir hádegið. 

Lesa meira

Hækkun á gjaldskrá kemur harðast niður á efnaminni fjölskyldum

„Engar hugmyndir hafa komið fram sem miða að því að hlífa tekjulágum, öldruðum, öryrkjum eða einstæðum foreldrum við skörpum verðhækkunum,“ segir í bókun sem Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar lagði fram á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag. Hún ákvað að taka til umræðu á fundinum yfirvofandi gjaldskrárhækkanir í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár, „í þeirri von að hafa áhrif á það hvernig gjaldskráin verður samþykkt að lokum,“ segir hún.

Lesa meira

„Einfaldlega mjög venjulegt að vera hinsegin í dag“

Stofnun Hinseginfélags Þingeyinga á Húsavík

Lesa meira

Magnaður árangur Þorbergs Inga í utanvegahlaupi í Nice

Norðfirðingurinn og ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson sem búsettur er á Akureyri  gerði það ekki endaspleppt í utanvegahlaupi við Nice á suðurströnd Frakklands i dag þegar hann kom annar i mark í hvorki meira né minna en 61 km hlaupi á hreint út sagt möngnuðum tíma 6:08:10 klst. 

Lesa meira

Óvissustig vegna hvassviðris

Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Norðurlandi vegna hvassviðris, en veður gengur ekki niður fyrr en um miðnætti annað kvöld.

Lesa meira

Einstakur viðburður í félagslífi stúdenta við Háskólann á Akureyri

Það var svo sannarlega líf og fjör í miðbæ Akureyrar 

Lesa meira

HALLGRÍMUR JÓNASSON RÁÐINN ÞJÁLFARI MFl KA NÆSTU ÞRJÚ ÁRIN

Knattspyrnudeild KA hefur samið við Hallgrím Jónasson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla næstu þrú árin af Arnari Grétarssyni. Hallgrímur hefur verið leikmaður KA frá árinu 2018 og aðstoðarþjálfari liðsins frá 2020. Mun hann taka við stjórn liðsins um komandi mánaðarmót og stýra liðinu í síðustu fimm leikjum tímabilsins en liðið er nú í harðri baráttu um Evrópusæti á næsta ári.

Lesa meira

„Það hlýtur að vera fyrir smurninguna“

Ingólfur Sverrisson skrifar

 

Lesa meira

Um 50 manns söfnuðu 1,5 milljónum birkifræja við upphaf átaks í Garðsárreit

Lesa meira

Forgangsmál að ná til hóps sem glímir við sárafátækt

Eitt fyrsta verkefni velferðarráð  var að fela sviðsstjóra velferðarsviðs að hefja vinnu við að greina umfang sárafátæktar á Akureyri. 

Lesa meira

Fréttatilkynning

Opinn vinnufundur vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða - Kynningar á tillögum þemahópa

 Norðurslóðanet Íslands, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, boðar til opins vinnufundar í húsnæði Háskólans á Akureyri og í fjarfundi þann 28. september nk. 8:30-16:00.

Lesa meira

„Gefandi að fá að leika við annað fólk sem hefur áhuga á því sama og maður sjálfur“

Einleikurinn Líf í Samkomuhúsinu á Akureyri

Lesa meira

Glatt í Grímsey á góðum degi

Það var bjart og fallegt  yfir Grímsey i gær þegar  eyjaskeggjar og gestir þeirra komu saman og  fögnuðu þvi að hin nýja Miðgarðskirkja er fokheld. Í gær var einmitt eitt ár liðið frá því að eldur kom upp í þeirri gömlu en  hún brann eins og fólk man til grunna.

Kvenfélagið Baugur, sem í sitja allar konur í eynni, bauð síðan til veislukaffis í félagsheimilinu Múla. Auk þess buðu forsvarsmenn hinnar nýju Grímseyjarlestar til útsýnis- og skoðunarferðar um eyjuna.

 

 

 

 

Lesa meira

Fasteignaverð á Akureyri stendur i stað

Fasteignaverð í Reykjavik er að lækka og það eru tíðindi, vefnum lék forvitni á að vita  hvort svipað væri uppi á tenginum á Akureyri. 

Tryggvi Þ. Gunnarsson fasteignasali hjá Eignaver varð fyrir svörum.

Lesa meira

Safnkassar fyrir skilagjaldskyldar umbúðir settir upp á Akureyri

á svæði Skautafélags Akureyrar og við Krambúðina við Byggðaveg

Lesa meira

Bíllausi dagurinn er á morgun

Evrópska samgönguvikan stendur nú yfir og á morgun, fimmtudaginn 22. september, er bíllausi dagurinn. Markmiðið er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur, skilja einkabílinn eftir heima og nota í staðinn umhverfisvæna og heilsusamlega samgöngumáta. Á Akureyri eru kjöraðstæður til að skilja einkabílinn eftir heima enda eru vegalengdir stuttar og veður oftast gott.

Lesa meira

Birkifræsöfnun í Garðsárreit

Velkomin í Garðsárreit!

Skógræktin og Landgræðslan óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins í anda Bonn-áskorunarinnar.

Átakinu í ár verður hleypt formlega af stokkum í Garðsárreit í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 22. september kl 17. Í Eyjafirði er gott birkifræár og því fullt af fræi til að tína.

Lesa meira

Íbúafundur um græna iðngarða á Húsavík

Flutt verða erindi af hálfu Norðurþings, Landsvirkjunar og Íslandsstofu

Lesa meira

Stórtónleikar í Akureyrarkirkju í kvöld

Eins og áður hefur komið fram á vefnum verða orgeltónleikar í Akureyrarkirkju í kvöld  þegar hinn heimsþekkti organisti Hans-Ola Ericsson leikur Orgelbüchlein eftir  þýska tónskaldið  Johann Sebastian Bach en hann er af mjög mörgum talinn eitt afkastamesta  kirkjutónskáld allra tíma

Vefurinn náði tali af Hans-Ola og spurði út í tónleikana í kvöld.

Lesa meira

Framkvæmdir við viðbyggingu heilsugæslu í Sunnuhlíð hafnar

Framkvæmdir eru hafnar við 300 fermetra viðbyggingu við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð á Akureyri, þar sem heilsugæslustöð fyrir íbúa norðan Glerár verður. 

Lesa meira

Ógnað með hnífi við grunnskóla

Lögreglu á Akureyri barst tilkynning aðfararnótt laugardags um hnífaburð unglinga við grunnskóla í bænum. 

Lesa meira

Bjóða húsnæði sem hentar stúdentum

FÉSTA á og rekur stúdentagarða og býður upp á fjölbreytt úrval húsnæðis, allt frá einstaklingsherbergjum til þriggja herbergja íbúða

Lesa meira

Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli

Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason skrifa grein um átökin í Flokki fólksins á Akureyri

Lesa meira

Sumir eiga ekki nesti fyrir börnin í skólann

Beiðnir um matargjafir streyma inn strax á fyrstu dögum mánaðarins

Lesa meira