
Glæsileg gjöf til Iðnaðarsafnsins.
Á Facebooksíðu Iðnaðarsafnsins er sagt frá góðri gjöf sem safninu barst ekki fyrir löngu þegar þeir bræður Viðar og Valur Eyþórssynir færðu safninu málverk sem Örlygur Sigurðsson listmálari og listkúnstner málaði af föður þeirra Eyþóri Tómassyni eða ,,Eyþór í Lindu" eins og hann var ætíð nefndur.
Í frétt safnsins kemur þetta fram:.
,,Á dögunum barst Iðnaðarsafninu að gjöf málverk af athafnamanninum Eyþóri Tómassyni stofnanda súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu hér í bæ. Það voru synir Eyþórs, þeir Valur og Viðar sem afhentu safninu málverkið að gjöf.