Þingeyskir framsóknarmenn senda Vegagerðinni tóninn
Vilja að flogið verði til Húsavíkur í sex mánuði og Dettifossvegur fái heilsársþjónustu
Vilja að flogið verði til Húsavíkur í sex mánuði og Dettifossvegur fái heilsársþjónustu
Það er AidaSol sem fyrst skemmtiferðaskipa heimsækir Akureyri á þessu ári. Með skipinu eru 1993 farþega eða nánast fullt skip. Í áhöfn skipsins eru svo 650 manns.
Þessir gestir okkar setja mjög skemmtilegan og litríkan lit á bæinn í dag.
Með sorg í hjarta hef ég ákveðið að hætta með Matargjafir Akureyri og nágrenni þann 1 mai 2024 skrifar Sigrún Steinarsdóttir sem haldið hefur starfsemi Matargjafa úti í áratug, ein eða með öðrum.
„Það eru mörg áhugaverð og spennandi erindi á dagskrá og við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Bryndís Fjóla Pétursdóttir sem rekur félagið Huldustíg ehf. á Akureyri sem ásamt fjölmörgum öðrum efnir til ráðstefnum um álfa og huldufólk í Menningarhúsinu Hofi 20. apríl næstkomandi. Þetta er fyrsta ráðstefna sinnar tegundar hér á landi. Fjölmargir fyrirlestrar eru á dagskrá auk þjóðlegra skemmtiatriða inn á milli. Nauðsynlegt er að kaupa miða á ráðstefnuna fyrir fram því fjöldi þátttakenda takmarkast við 90 manns.
Hverfisnefndir sem starfað hafa á Akureyri um árabil verða lagðar niður og öðrum aðferðum beitt til að hafa samráð við íbúa bæjarins í samræmi við aðgerðaáætlun um íbúasamráð felur í sér. Hverfisráð í Hrísey og Grímsey verða að störfum og gert ráð fyrir auknum stuðingi sveitarfélagsins við þau.
Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri, EBAK og öldungaráð Akureyrarbæjar hafa beint því til bæjaryfirvalda að komið verði á með frístundastrætó milli félagsmiðstöðvanna Birtu sem er við Lindarsíðu og Sölku í Víðilundi.
Vikuna 15. til 19. apríl mun Lalli Töframaður heimsækja grunnskóla í Akureyri með Snjallvagninn sem er fræðsluverkefni knúið af Huawei og Insight í samstarfi við Heimi og Skóla og SAFT. Snjallvagninum er ætlað að vekja nemendur á aldrinum 10 til 16 ára til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu. Verkefnið hófst árið 2020 og hefur hingað til frætt yfir 3000 nemendur á höfuðborgarsvæðinu, Sauðarárkróki, Ísafirði, Borgarbyggð, Vestmannaeyjum og Selfossi. Árið 2022 tóku þrír grunnskólar á Akureyri þátt í fræðslunni. Nú snýr Snjallvagninn aftur til Akureyrar og verkefnið heimsækir sjö skóla þar og einn í Hrísey. Fræðslan í höfuðstað Norðurlands mun standa í eina viku.
„Við hlökkum mikið til að taka á móti okkar góðu viðskiptavinum á nýjum stað,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir sem í félagi við stöllur sínar rekur nytjamarkaðinn NorðurHjálp. Starfsemin hófst í lok október síðastliðnum í hluta af fyrrverandi húsakynnum Hjálpræðishersins við Hvannavelli, en samningur rann út nú í byrjun apríl.
Dr. Sigurður Ragnarsson hefur verið ráðinn sem forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri frá 1. júlí næstkomandi.
Laugardaginn 13.apríl fer fram Landrisinn-Landvættur fjórþraut. Viðburðahaldari hefur einnig tekið sér það leyfi að krýna sigurvegarann sem Íslandsmeistara í fjórþraut þar sem að þetta er eina fjórþrautin sem fram fer hér á landi.