Framsýn semur við Niceair um afsláttarkjör fyrir félagsfólk

Afsláttarkjör fyrir félagsfólk Framsýnar á flugi með Niceair
Afsláttarkjör fyrir félagsfólk Framsýnar á flugi með Niceair

Framsýn hefur gengið frá samningi við flugfélagið Niceair um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Samningurinn gildir einnig fyrir félagsmenn Þingiðnar og STH. Félagsmenn geta verslað tvö gjafabréf á ári. Virði gjafabréfsins er kr. 32.000,-. Fyrir gjafabréfið greiða félagsmenn kr. 20.000,-. Fyrir tvö gjafabréf greiða félagsmenn kr. 40.000,- í stað kr. 64.000,-. Verðin taka mið af umsömdu verði og niðurgreiðslum stéttarfélaganna.  Gjafabréfin eru seld í gegnum orlofsvef stéttarfélaganna www.framsyn.is

Hægt er að nýta gjafabréfin til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Niceair í gegnum bókunarsíðu félagsins www.niceair.is

Frá þessu er sagt á heimasíðu Framsýnar


Athugasemdir

Nýjast