Göngu- og hjólastígur meðfram Leiruvegi í útboði

Hafist verður handa við gerð göngu- og hjólastígs meðfram Leiruvegi að norðanverðu nú á komandi sumr…
Hafist verður handa við gerð göngu- og hjólastígs meðfram Leiruvegi að norðanverðu nú á komandi sumri, en verkinu verður lokið haustið 2024.

Hafist verður handa við gerð göngu- og hjólastígs meðfram Leiruvegi að norðanverðu í sumar. Verkið hefur verið boðið út og verða tilboð opnuð eftir helgi.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar hjá Umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar segir að verkinu verði skipt niður í tvö ár. Árið 2023 verður gerð sjóvörn og samhliða því nýtir Norðurorka tækifæri og leggur kaldavatnslögn undir stíginn. Lögnin mun ná frá brúarenda og vestur fyrir Drottningarbrautina. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við að leggja lagnir undir Drottningarbrautina taki um eina viku með tilheyrandi röskun umferðar, gangandi, hjólandi og akandi. Þá verður stígsvæðið sett í hæð og grófjafnað.

Ári síðar verður sett upp lágstemmd lýsing, í svipuðum dúr og meðfram Drottningarbrautinni en þó aðlöguð að aðstæðum með tilliti til aðflugs að flugvellinum. Stígurinn verður malbikaður, áningarstaðir gerðir og gengið frá öðru yfirborði. Þá segir Jónas að Vegagerðin muni endurgera viktarplanið á þeim slóðum sem það er á núna. Áætlað er að verkinu verði að fullu lokið haustið 2024.


Athugasemdir

Nýjast