Vorið er ekki komið á dagskrá ennþá
Kuldi, snjókoma, ófærð, gular viðvaranir, óvissuástand, snjóflóðahætta, meiri snjókoma. Þetta er nokkuð rétt lýsing á veðrinu og afleiðingum þess hér Norðanlands s.l daga.
Kuldi, snjókoma, ófærð, gular viðvaranir, óvissuástand, snjóflóðahætta, meiri snjókoma. Þetta er nokkuð rétt lýsing á veðrinu og afleiðingum þess hér Norðanlands s.l daga.
„Það hefur verið stöðug aukning og fleiri umsóknir borist til okkar á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis og Rauði krossinn við Eyjafjörð standa að sjóðnum.
Ein umsókn barst til skipulagsráðs Akureyrarbæjar um fjölbýlishúsalóðir sem auglýstar voru til úthlutunar við Miðholt 1 til 9.
Ekki þarf að breyta neinu varðandi gjaldskrár í Grýtubakkahreppi í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á sveitarfélög í landinu að taka til baka hækkanir sem gerðar voru um síðustu áramót eða hækka ekki meira en 3,5%.
Sveitarstjórn Norðurþings tók ársreikning Norðurþings og stofnana sveitarfélagsins fyrir árið 2023 til fyrri umræðu á fundi sínum þann 4. apríl 2024
Saga af móður, dóttur og hjúkrunarheimili. Móðirin var afar sjálfstæður bóndi og hafði fyrir löngu ákveðið að yrkja jörð sína til æviloka, fjörgömur og alein. Þrátt fyrir sjálfstæðið hafði henni stöku sinnum dottið í hug að færa sig á þéttbýlli stað, en þær tilraunir runnu jafnharðan út í sandinn. Hún ákvað þess í stað að fela dóttur sinni að setja sér stólinn fyrir dyrnar þegar að í óefni væri komið. Að setja einhverjum stólinn fyrir dyrnar var orðatiltæki sem einatt var notað á heimilinu og þýddi einfaldlega - hingað og ekki lengra.
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar segir tillögur sem lagðar hafa verið fram að breytingum og endurbótum á innisundlauginni í Sundlaug Akureyrar vera mjög góðar.
Eyfirskir bændur fagna þeim breytingum sem gerðar voru á búvörulögum nýverið þar sem afurðastöðvum í kjöti er veitt heimild til samvinnu og sameiningar til að ná fram hagræðingu og lækkun vinnslukostnaðar að því er fram kemur í samþykkt á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
Tónleikahátíðin HnoðRi á Húsavík er komin til að vera
Listasafninu á Akureyri hlotnaðist sá heiður á dögunum að hljóta styrk úr sjóði Listaverkasafns Valtýs Péturssonar að upphæð 1.500.000, en þann 27. mars síðastliðinn voru 105 ár liðin frá fæðingu Valtýs. Listaverkasafnið var stofnað 2011 til að halda ævistarfi hans til haga. Styrknum skal varið í kaup á listaverkum eftir ungt myndlistarfólk, en auk Listasafnsins á Akureyri hlaut Listasafn Íslands einnig styrk úr sjóðnum.