Góð kveðja til Leikfélags Hörgdæla

Leikhópurinn
Leikhópurinn

Leikfélag  Hörgdæla frumsýndi i gærkvöldi leikritið Stelpuhelgi  að Melum í Hörgársveit fyrir fullu húsi og  var sýningunni afar vel tekið.

Það vakti mikla athygli þegar leikfélaginu barst óvænt kveðja frá höfundi verksins Karen Schaffer á Facebooksíðu leikfélagsins. 

Karen er vel þekkt leikritaskáld í Bandaríkjunum og var Stelpuhelgi eða á frummálinu Girls Weekend hennar fyrsta leikrit. 

Hér erum um að ræða Íslandsfrumsýningu og má segja að það sé svo sannarlega áhugavert i meira lagi að höfundur verksins skuli senda kveðju til leikhópsins.

 Kveðjun má sjá hér að neðan

 

 


Athugasemdir

Nýjast