Ávaxtakarfan að taka á sig mynd á Húsavík

Leikfélag Húsavíkur frumsýnir Ávaxtakörfuna í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Myndir: Viktoría Eydal
Leikfélag Húsavíkur frumsýnir Ávaxtakörfuna í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Myndir: Viktoría Eydal

Ávaxtakarfan eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð verður frumsýnd hjá Leikfélagi Húsavíkur laugardaginn 4. mars nk. 

Tónlistina í verkinu samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. „Níu leikarar standa á sviðinu, margreyndir á sviði gamla Samkomuhússins á Húsavík í bland við aðra sem hafa rétt droppað öðrum fæti á sviðið fram til þessa,“ segir Halla Rún Tryggvadóttir, formaður leikfélagsins og bætir við að æfingar gangi mjög vel og allt sé að verða klárt.

Leikarar í sýningunni eru Hilmar Valur Gunnarsson, Kristný Ósk Geirsdóttir og Katrín Ragnarsdóttir sem eru að verða nokkuð reynd á sviðinu. Það sama má segja um Karl Hannes Sigurðsson og Friðriku Bóel Ödudóttur þó hún sé ung að árum. Þá kemur Bergdís Björk Jóhannsdóttir sterk inn aftur eftir að hafa verið á sviðinu sem krakki. Unnur Lilja Erlingsdóttir hefur verið mest í tæknideildinni á undanförnum árum en stígur nú á svið. Valgeir Sigurðsson, Húsvíkingurinn frá Akranesi lék á árum áður með LH en lék einnig mikið á Skaganum á sínum tíma. Hann er nú kominn aftur á sviðið í Samkomuhúsinu. Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir  „lék“ fyrst með LH sem ungabarn og tók einnig þátt í sýningunni  Sagan í söng í haust.

„Hljómsveitina skipa Sigurður Illugason sem hefur marga fjöruna sopið í Samkomuhúsinu, Guðni Bragason sem hefur aðeins tekið þátt hjá LH sem og Adrienne Davis sem hefur verið með LH á undanförnum árum og svo Ísak Már Aðalsteinsson sem tók fyrst þátt með LH sl. haust í Sagan í söng,“ segir Halla.

Frumsýning verður sem áður segir á laugardag kl. 16. Næstu sýningar verða þriðjudaginn 7. og fimmtudaginn 9. mars, tveir fyrir einn á þær sýningar. Svo laugardag og sunnudag 11. og 12. mars. Fös 17. mars klukkan 20 og svo 18. og 19. mars klukkan 16.

Meðfylgjandi myndir frá rennsli á mánudag tók Viktoría Eydal.

LH 1

LH2

LKH 4

 


Athugasemdir

Nýjast