Fréttir

Borgin við heimskautsbaug!

Þannig gæti eitt af slagorðum ferðabæklinga framtíðarinnar, þar sem Akureyri er kynnt fyrir væntanlegum ferðamönnum, hljómað.

Lesa meira

Aukinn trjágróður á svæði sem voru óvarin fyrir norðlægum vindáttum

Deiliskipulag af nýju Móahverfi samþykkt

Lesa meira

Opið bréf til formanns skipulagsráðs, Þórhalls Jónssonar

Samkvæmt bókun skipulagsráðs frá 24. febrúar síðastliðnum er nú búið að fela skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við fyrirhugaðar framkvæmdir SS Byggis við Tónatröð. Margar áleitnar spurningar hafa vaknað í tengslum við afgreiðsluferlið sem ég tel mikilvægt að fá svör við áður en haldið er af stað í þá vegferð að kollvarpa forsendum og markmiðum aðalskipulags til að koma til móts við óskir verktakans. Þeim spurningum er hér með beint til formanns skipulagsráðs, Þórhalls Jónssonar og vænti ég þess að fá við þeim efnisleg svör.

Lesa meira

G.V. með læsta boð í vegagerðina

Eyjafjarðarbraut vestari færð niður að árbakka

Lesa meira

Ódýrara og betra fyrir umhverfið

iður í því markmiði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN að draga úr losun gróðurhúslofttegunda er að horfa til grænna skrefa við val á bílaleigubílum

Lesa meira

Áform um stórþaravinnslu kynnt fyrir íbúum Húsavíkur

Fyrr í dag fór fram íbúafundur á Húsavík þar sem fulltrúar frá Íslenskum verðbréfum hf. og Íslandsþara ehf. kynntu fyrir íbúum Norðurþings hugmyndir og möguleika í nýsköpun á svæðinu.

Lesa meira

Þyrla sótti skíðamann

Lesa meira

Við drögum ekki orkuna upp úr hatti

Það virðist sem að á síðustu árum hafi ríkt ákveðin hræðsla að ræða orkumál á Íslandi sem leitt hefur til ákveðnar stöðnunar hér á landi. Skort hefur hugrekki til þess að taka þessa umræðu af fullri alvöru og afleiðingarnar blasa við okkur. Staðan í orkumálum er alvarleg, ný útgefin grænbók – stöðuskýrsla áskorana í orkumálum staðfestir það. Áframhaldandi orkuskortur er fram undan og þá eru til staðar flutningstakmarkanir á milli landsvæða, það á tímum þegar græn orka hefur aldrei verið mikilvægari.

Lesa meira

Vaya Con Dios heiðruð á Græna hattinum

Á morgun, fimmtudaginn 17.mars kl. 21:00 verða haldnir tónleikar til heiðurs hljómsveitinni Vaya Con Dios. Guðrún Harpa Örvarsdóttir ætlar að feta í fótspor söngkonunnar Dani Klein og er hún ásamt hljómsveit að fara flytja lög með þessari frábæru hljómsveit Belga í fjórða sinn á Græna hattinum á Akureyri

Lesa meira

Virkja náttúruna og tilviljunina í leit að jafnvægi og spennu

Um síðustu helgi fór fram fyrsta listvinnustofa verkefnisins Allt til enda en þar er börnum á grunnskólaaldri gefinn kostur á að sækja þrjár ólíkar listvinnustofur í Listasafninu á Akureyri og vinna með skapandi listamönnum og hönnuðum

Lesa meira

Eyjaskeggjar undirbúa sig fyrir komur skemmtiferðaskipa

Um helgina var haldin vinnustofa í Hrísey um ýmsa möguleika sem felast í auknum komum skemmtiferðaskipa til eyjunnar. Til stendur að halda sambærilega málstofu í Grímsey innan tíðar en einnig hefur færst í aukana að skemmtiferðaskip leggi leið sína þangað.

Lesa meira

Stuðningur við úkraínsku þjóðina

Á fundi sem haldinn var mánudaginn 7. mars síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps stuðning til hjálparsamtaka vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu um leið og sveitarstjórn fordæmdi harðlega innrás í Úkraínu. Bókun sveitarstjórnar má lesa hér:

Lesa meira

Fyrsta listiskipið á þessu ári væntanlegt á morgun

Listiskipið Borealis leggst að Oddeyrarbryggju í fyrramálið og má segja að koma skipsins marki upphaf ferðamennsku á sjó hér norðan heiða þetta árið.  Skipið sem er tæp 62.000 tonn að stærð kemur  að sögn Péturs Ólafssonar hafarstjóra með u.þ.b. 700 farþega.

 

Lesa meira

Húsasmiðjan, Blómaval og Ískraft opna nýja verslun á Akureyri

Lesa meira

Völsungar munu leika á PCC-vellinum næstu árin

Íþróttafélagið Völsungur og PCC BakkiSilicon hafa undirritað tímamóta samstarfssamning til næstu tveggja ára

Lesa meira

Sjúkrahúsið á Akureyri léttir á grímuskyldu

Þrettán eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid-19. Átta á lyflækningadeild, þrír á skurðlækningadeild og tveir á gjörgæsludeild, hvorugur í öndunarvél.

Lesa meira

Tvískiptur göngu- og hjólastígur meðfram Leiruvegi í burðarliðnum

Akureyrarbær er í samvinnu við Vegagerðina að undirbúa lagningu nýs göngu- og hjólastígs meðfram norðanverðum Leiruvegi, frá Drottningarbraut og austur að Leirubrú. Stefnt er að því að hafa stíginn tvískiptan, þannig að hjólandi og gangandi verða á sitt hvorum stígnum.

Lesa meira

Stórt alþjóðlegt skíðagöngumót í Hlíðarfjalli

Scandinavian Cup er mótaröð á vegum Alþjóða Skíðasambandsins (FIS) sem haldið er á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum á hverju ári.  Í ár hafa farið fram mót í Beitostölen í Noregi, Falun í Svíþjóð, Otepää í Eistlandi og mun síðasta mótið fara fram á Akureyri.  Mótið er gríðarlega sterkt og hingað mæta skíðagöngumenn sem m.a. hafa verið að taka þátt í heimsbikarmótum í ár.  Þetta er í fyrsta skipti sem Scandinavian Cup er haldið á Íslandi og má því sannarlega segja að þetta sé allra sterkasta skíðagöngumót sem haldið hefur verið hér á landi.

Lesa meira

Hjálmar Bogi leiðir B-lista í Norðurþingi

Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 14. maí var borinn upp til atkvæða á fjölmennum félagsfundi hjá Framsóknarfélagi Þingeyinga í dag, laugardaginn 12. mars. Tillagan var samþykkt samhljóða

Lesa meira

Samstarf iðnfélaga í komandi kjarasamningum algert lykilatriði fyrir félagsmenn

Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri, FMA, segir að samstarf iðnfélaganna í landinu í komandi kjarasamningum sé algert lykilatriði fyrir félagsmenn. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi félagsins en fundurinn var jafnframt afmælis- og hátíðarfundur í tilefni af 80 ára afmæli FMA.  Engir félagsfundir voru á starfsárinu vegna kórónuveirufaraldursins en alls voru haldnir tíu stjórnarfundir. Félagsmönnum fjölgaði um 10 á starfsárinu og eru nú 453, þar af 8 konur.

Samband iðnfélaga í burðarliðnum?

Jóhann Rúnar kom víða við í ræðu sinni. Hann gagnrýndi forseta ASÍ og framkvæmdastjóra sambandsins fyrir stefnu þeirra í jafnréttismálum. „Nú á dögum snúast málin fyrst og fremst um kyn meira en félagsmenn eða almennt jafnrétti. Forseti virðist heldur ekki hafa skilning á að meta menntun eða reynslu til launa, sem er að mínu mati verulegt áhyggjuefni,“ sagði hann.

„Eiga iðnfélögin heima innan ASÍ – hvaða leið er okkur farsælust? Reyndar er það svo að formaður veltir því fyrir sér hvaða stefnu iðnaðarsamfélagið eigi að taka. Á að stofna formlega Samband iðnfélaga í því samstarfi sem iðnfélögin hafa verið í, svipað því sem Samiðn stendur fyrir nú og getur leyst þá hluti? Hin leiðin er einfaldlega að sameinast um framboð iðnfélaganna til embættis forseta ASÍ.“

Jóhann telur að samstarf iðnfélaganna á landsvísu sé eitt af því mikilvægasta fyrir félagsmenn FMA gagnvart réttindum og launasamningum inn í framtíðina

Lesa meira

Fyrst til að ljúka doktorsprófi við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands

Helga Kristjánsdóttir er vísindamaður mánaðarins

Lesa meira

Framsýn samþykkir fjárstuðning og lánar orlofsíbúð til flóttafólks frá Úkraínu

Stjórn Framsýnar telur sig ekki getað setið hjá hvað varðar þær hörmungar sem eiga sér stað í Úkraínu. Félagið hefur þegar ákveðið að leggja til eina íbúð undir flóttafólk frá Úkraínu og fleiri  komi til þess að þörfin verði meiri fyrir íbúðir auk þess að styrkja hjálparstarf vegna flóttafólks frá Úkraínu um eina evru fyrir hvern félagsmann eða um kr. 300.000,-.

Lesa meira

Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri vegna bæjarstjórnarkosninga lagður fram

Framsóknarflokkurinn á Akureyri kynnti framboðslista flokksins vegna komandi bæjarstjórnarkosninga í maí n.k. á fundi nú síðdegis

 

Lesa meira

Sannkölluð frumsýningargleði um síðustu helgi

Sýningum frestað um komandi helgi vegna covidsmita

Lesa meira

„Opinmynntur og steinhissa tók hann við vendinum”

Einvalalið kennara starfaði við Barnaskólann eina á Akureyri um miðja 20. öldina.  Ekki nóg með að þeir sinntu starfi sínu þar af mikilli kostgæfni heldur voru margir þeirra þekktir í bænum vegna annarra starfa sem þeir unnu að í frístundum. 

Lesa meira

Lágmarksboð 60 milljónir í byggingarétt á lóð við Skarðshlíð

Lesa meira

Samið um Andrésar andar leikana

Andrésar andar leikarnir fara fram í Hlíðarfjalli og eru fyrir börn á aldrinum 4-15 ára

Lesa meira