Fréttir

„Þetta er svo sannarlega íþrótt fyrir alla, á hvaða aldri sem er“

Golfvertíðin á Jaðarsvelli hófst í brakandi blíðu


Egill P. Egilsson/ egillpall@vikubladid.is

Greinin birtist fyrst í prentútgáfu Vikublaðsins sem kom út  á fimmtudag.

Á sunnudag sl. var árlegur vinnudagur hjá Golfklúbbi Akureyrar. Þá mæta á félagar í klúbbnum á Jaðarsvöll, taka til hendinni og hjálpast að við að koma vellinum í sem best stand fyrir opnun. Vikublaðið tók Steindór Kristinn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar og vallarstjóra á Jaðarsvelli tali en hann er afar spenntur fyrir sumrinu.

„Það var mjög góð mæting eða rétt rúmlega 80 manns sem komu og tóku til hendinni,“ segir Steindór og bætir við að flestir hafi gert sér glaðan dag á eftir og farið í golf. 

Völlurinn var svo opnaður almenningi á mánudag, 16. maí. Byrjunin hefði ekki getað verið betri og fjölmenntu golfþyrstir Akureyringar á Jaðarsvöll í brakandi sumarblíðu.

 Kemur vel undan vetri

Steindór segir að völlurinn komi mjög vel undan vetri enda hafi hann verið fljótt auður af snjó og apríl hafi verið hagstæður. „Hann kemur bara mjög  vel undan vetri og allir mjög ánægðir með hann,“ segir hann og bætir við að töluverð vinna sé lögð í það yfir veturinn að fyrirbyggja skemmdir.

„Fyrst og fremst fylgjumst við með flötunum og mokum af þeim snjó. Ef það er kominn klaki og útlit fyrir einhverja hlýja daga þá förum við og mokum snjónum af til að nýta hitann til að bræða klakann,“ útskýrir Steindór.

Þá segir hann að einnig hafi verið gerðir nýjir fremri teigar í vetur og drenvinna framkvæmd á brautum.

 Golf fyrir alla

Golf að Jaðri

Kylfum var sveiflað og boltar slegnir í brakandi blíðu á Jaðarsvelli á mánudag. Golfarar eru mjög spenntir fyrir sumrinu. Mynd/Víðir Egilsson.

 

Einhvern tíma hafði golfíþróttin þá ímynd að hún væri fyrst og fremst fyrir efnaða eldri borgar í köflóttum buxum. Sú ímynd er löngu dauð og grafinn enda eykst golfáhugi Íslendinga ár frá ári; og það eru öll kyn og aldurshópar sem sýkjast af golfbakteríunni. Í dag eru um 20 þúsund iðkendur skráðir í golfklúbba um allt land og að sögn Steindórs, annar eins fjöldi sem stundar íþróttina að einhverju leiti án þess að vera með félagsaðild.

„Þetta er svo sannarlega íþrótt fyrir alla, á hvaða aldri sem er. Við getum verið með fimm ára barn að spila með afa sínum á áttræðisaldri þess vegna. Þetta hentar öllum,“ segir Steindór og bætir við að um 850 meðlimir séu skráðir í Golfklúbb Akureyrar og stefnan sé að fjölga þeim upp í 1000 á allra næstu árum. „Rétt rúmlega 200 af þeim eru í barna og unglingastarfinu. Þannig að við erum með hátt hlutfall ungmenna. Það er mikilvægast af öllu að vera með gott barna og unglinga starf fyrir framtíðina.“

Lesa meira

Skortur á rafvirkjum hægir á þéttingu hleðslustöðvanets

Á mánudag sl. lauk framlengdum fresti Orkusjóðs til umsókna fyrir styrki til kaupa á, og uppsetningu hleðslustöðva fyrir samgöngur

Lesa meira

Bandaríska sendiráðið þakklátt Súlum

„Við í Bandaríska sendiráðinu erum auðmjúk yfir fórnfúsu og hetjulegu starfi sjálfboðaliða í íslensku björgunarsveitunum.“

Lesa meira

Nýir ráspallar settir upp í Sundlaug Akureyrar

Búnaðurinn verður notaður í fyrsta sinn um helgina en á laugardag fer fram Lions-mót sundfélagsins Ránar frá Dalvík og heimaliðsins Óðins og hefst mótið kl. 9

Lesa meira

Framkvæmdir á fullu hjá Silfurstjörnunni í Öxarfirði

Framkvæmdir við stækkun lax og bleikju landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði eru komnar á fulla ferð .  Eins og fram hefur komið er stefnt að þvi að tvöfalda eldisrými og framleiðslu þannig að stöðin skili af sér  u.þ.b  3000 tonnum á ári 

Tvöfalda á eldisrými og framleiðslu, þannig að hún verði um þrjú þúsund tonn á ári.  Byrjað er að byggja fyrstu eldiskerinn en þau  verða  fimm og  helmingi stærri en þau sem fyrir eru, sannarlega ekki nein smásmíði þar á ferð.

Lesa meira

Eldri borgarar læra tæknilæsi á Húsavík

Þekkingarnet Þingeyinga hóf kennslu í tæknilæsi fyrir 60 ára og eldri í byrjun maí

Lesa meira

Strætó hefur áætlunarakstur um Hagahverfi

Sunnudaginn 22. maí hefja Strætisvagnar Akureyrar akstur um hið nýja Hagahverfi syðst í bænum

Lesa meira

Áhyggjur í Fræðslu- og lýðheilsuráði

Vilja ekki útiloka stækkun á Síðuskóla 

Lesa meira

Bjartsýn á myndun meirihluta í Norðurþingi

„Það er samhljómur og við erum sammála um að halda áfram og vinna að góðum verkefnum,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, oddviti B-lista

Lesa meira

Tríóið DJÄSS á tónleikaferðalagi

Tríóið DJÄSS er á tónleikaferðalagi um landið og  nú styttist í að við fáum notið  þess að hlusta á þá drengi í DJÄSS því  tónleikar verða í Minjasafninu á Akureyri föstudaginn 27.maí kl.17.00 og í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík sama dag kl.20.00.

Lesa meira

Heila málið að landa góðum samningum fyrir félagsmenn

Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju fagnar 40 ára starfsafmæli sínu


Margrét Þóra Þórsdóttir/ mth@vikubladid.is

Greinin birtist fyrist í prentútgáfu Vikublaðsins, 18. tölublaði

„Það er aldrei létt verk að fara í kjarasamninga og ástandið hefur um tíðina oft verið erfitt, en ætli menn séu ekki nokkuð sammála um að það er af ýmsum ástæðum þungt fyrir fæti nú. Við höfum oft séð það svart þegar farið er af stað í samningagerð og vonum bara að okkur farnist vel í komandi viðræðum,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju. Björn fagnaði nú í byrjun mánaðar 40 ára starfsafmæli sínu hjá félaginu. Hann var um 12 ára skeið formaður Starfsgreinasamband Ísland og lét af því embætti á nýliðnu þingi sambandsins. Hann lætur af störfum sem formaður á aðalfundi félagsins í apríl á næsta ári, en hann verður 70 ára gamall árið 2023.

Björn Kvót

Björn er fæddur á Nolli í Grýtubakkahreppi og ólst upp við öll almenn landbúnaðarstörf. Hann flutti til Akureyrar árið 1973 og sinnti ýmsum störfum í bænum, var m.a. svína og nautahirðir en lengst af starfaði hann í byggingavinnu. Með honum starfaði maður sem var í stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar og fékk hann Björn eitt sinn með sér á fund í Einingu. „Ég hafði í sjálfu sér ekki neinn sérstakan áhuga á verkalýðsmálum á þeim tíma en hafði tekið þátt í félagsmálum ýmiskonar og lét til leiðast og fór með honum á fundinn. Þar hafði ég auðvitað skoðanir og var ekki að liggja neitt á þeim. Það leið ekki nema um það bil vika þar til ég fékk fyrirspurn um hvort ég vildi taka sæti í trúnaðarráði félagsins og ég samþykkti það. Þar með var ég komin af stað, boltinn farinn að rúlla. Þegar kosningar urðu í félaginu á milli Jóns Helgasonar og Guðmundar Sæmundsson var farið fram á það við mig að ég færi á lista Jóns sem stjórnarmaður. Við unnum kosninguna og stuttu síðar ræddu Jón og Sævar sem var varaformaður við mig hvort ég væri til í að koma og starfa á skrifstofu félagsins. Ég þáði það og hóf störf þann 1. maí 1982. Í fyrstu fólst það í að sinna vinnustöðum og trúnaðarmannakerfinu,“ segir Björn sem var 29 ára þegar hann hóf störf á skrifstofu Einingar. Hann tók við stöðu varaformanns árið 1986 og varð formaður félagsins árið 1992.

8.000 félagsmenn

Eining-Iðja er stærsta stéttarfélagið á landsbyggðinni með um 8.000 félagsmenn og hefur sína vigt innan Starfsgreinasambandsins, á til að mynda alltaf fulltrúa í framkvæmdastjórn SGS og í miðstjórn ASÍ. Geta má þess að Eining-Iðja samanstendur af alls 24 stéttarfélögum sem áður fyrr voru starfandi við Eyjafjörð en hafa nú sameinast í eitt. Félagið rekur skrifstofur á Dalvík og Fjallabyggð og er með fulltrúa á Grenivík og Hrísey og fara starfsmenn á skrifstofunni á Akureyri reglulega í heimsóknir á þéttbýlisstaðina við Eyjafjörð til skrafs og ráðagerða.

Lesa meira

Ráðherra skipar hæfninefnd utanaðkomandi sérfræðinga

Mikilvægt er að sátt ríki um framkvæmd skipunar skólameistara Menntaskólans á Akureyri

Lesa meira

Eldur getur skapað hættu fyrir gesti

Vilja vinnuhóp um brunavarnir og flóttaleiðir 

Lesa meira

B, D, S og M- listar hefja formlegar viðræður á Akureyri

Á fundinum var rætt um áherslur allra og kom í ljós að mikill samhljómur væri meðal fundarmanna í öllum helstu málum

Lesa meira

Minjasafnið á Akureyri hlaut Íslensku safnaverðlaunin

Það er mat valnefndar að Minjasafnið á Akureyri haldi vel „lifandi“ tengslum milli svæðisbundins menningararfs og samtímans

Lesa meira

Furðudýr barnanna í Listasafninu á Akureyri

Um síðustu helgi fór fram þriðja og síðasta listvinnustofa verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna

Lesa meira

Unnið að því að koma upplýsingamiðstöð upp í Hofi

Miklar umræður hafa verið í bænum um skort á upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og mikinn fjölda fyrirspurna þeirra í Menningarhúsinu Hofi

Lesa meira

Sjávarútvegsskóli unga fólksins hlaut verðlaun

Mikil hvatning og viðurkenning á mikilvægi skólans

Lesa meira

Komu niður á kirkjugarðsvegg og mikinn öskuhaug

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Lesa meira

Viðræðum slitið á Akureyri

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur slitu í kvöld viðræðum við L-listann um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar

Lesa meira

Meirihlutaviðræður á Akureyri á viðkvæmu stigi

Hugsanlega að sigla í strand

Lesa meira

Barnabókahátíð í Hofi

Bjarni Fritzson, Brynhildur Þórarinsdóttir og Gunnar Helgason lesa úr eigin verkum

Lesa meira

Tveir stærstu flokkarnir í Norðurþingi hefja meirihlutaviðræður

Fulltrúar B-lista Framsóknarflokks og félagshyggju og D-lista Sjálfstæðisflokks hafa ákveðið að taka upp formlegar viðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn Norðurþings.

Lesa meira

Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri

Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar meirihlutaviðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn bæjarins.

Lesa meira

Íþróttin er að lognast út af

  • Bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs býr við bágborna æfingastöðu
  • Einungis hægt að halda úti lágmarksstarfi fyrir afreksfólk og nýliðar komast ekki að

„Þetta er deyjandi íþrótt hér í bænum, því miður höfum við enga aðra möguleika núna en að halda úti lágmarksstarfi fyrir okkar afreksfólk. Engir aðrir komast að, en við finnum fyrir miklum áhuga og marga langar að prófa, en aðstaða sem við höfum nú leyfir það því miður ekki,“ segir Alfreð Birgisson í bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs á Akureyri.  Félagið hefur nú til umráða 4 brautir í aðstöðu Skotfélagsins í kjallara Íþróttahallarinnar og einungis í tvo tíma í senn seinni part virkra daga.  Bogfimi hefur verið stunduð innan Akurs í einhverjum mæli allt frá stofnun félagsins.

Alfreð segir að árangur og ástundun hafi um tíðina verið mismikil, hún hafi ekki síst staðið og fallið með því hve góðar aðstæður hægt er að bjóða upp á við æfingar. Greinin sé þess eðlis að hún eigi erfitt uppdráttar í venjulegum íþróttasal, nema með fylgi aðstaða til að geyma búnað. Þannig hafði Akur aðstöðu í íþróttahúsi Glerárskóla til að byrja með og með í kaupunum fylgdi geymslurými fyrir boga og búnað.

Hrun í fjölda iðkenda

Félagið fékk  snemma árs 2018 til afnota húsnæði í Austursíðu, þar sem nú er Norðurtorg og hentaði að einkar vel til bogfimiiðkunar. Afnotin fékk félagið gegn vægu afnotagjaldi, bærinn greidd einnig félagið 600 þúsund krónur á ári í styrki sem fóru upp í kostnað við leiguna. „Það var eins og við manninn mælt, um leið og við gátum boðið upp á góða aðstöðu fór starfið að eflast og dafna,“ segir Alfreð. „Það var mikill metnaður lagður í það að hálfu stjórnar og þjálfara að byggja greinina upp og þegar mest var veturinn 2019 til 2020 voru á milli 70 og 80 virkir iðkendur að æfa með félaginu. Árangur lét ekki á sér standa, innan félagsins kom upp hver afreksíþróttamaðurinn á fætur öðrum sem unnið hafa til fjölda verðlauna bæði á mótum hér innanlands og utan.“ Fjöldi iðkenda nú er á bilinu 10 til 12 manns.

Félagið missti aðstöðu sína í Austursíðu, það varð ljóst strax haustið 2019 að ekki yrði þar um framtíðaraðstöðu að ræða. Alfreð segir að þá strax hafi fulltrúar frá Akureyrarbæ og Íþróttabandalagi Akureyrar, ÍBA verið upplýstir um þá stöðu sem við blasti. Málinu var vísað til frístundaráðs og leit hafin að hentugu húsnæði og hefur sú leit staðið yfir svo til óslitið síðan en án árangurs. Það sem í boði var reyndist félaginu ofviða, enda félagið ekki með mikið fé til að greiða leigu. Bærinn hefði því þurft að leggja fram myndarlega rekstrarstyrki eða þá að finna aðrar leiðir til að fjármagn leigu á æfingahúsnæði.  

Gremjulegt að þurfa að vísa áhugasömum nýliðum frá

Lesa meira

Lokaorð oddvita Kattaframboðsins

Snorri Ásmundsson skrifar

Lesa meira

Meirihlutinn heldur velli í Norðurþingi

B- listi Framsóknar og félagshyggju er stærstur í Norðurþingi með 31,6% atkæða og heldur sínum þremur fulltrúum 

Lesa meira