
Innan rammans í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Myndlistarsýningin Innan rammans / Inside the Frame opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 7. maí
Myndlistarsýningin Innan rammans / Inside the Frame opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 7. maí
Minjasafnið á Akureyri er rótfast í eyfirsku samfélagi og hefur verið það frá stofnun árið 1962
„Það er svo gaman að sjá börnin vaxa og dafna. Sjá sveitirnar þróast, vera með fólkinu og reyna að hafa þjónustuna sem besta. Ég hef átt frábært samband við marga foreldra og mér er efst í huga þakklæti fyrir allt það traust sem mér hefur verið sýnt.“ Þetta segir Rúnar Óskarsson, skólabílstjóri í Reykjahverfi S-Þing, en hann heldur upp á það, um þessar mundir, að hafa verið með skólaakstur í sveitinni í fjörutíu ár.
Hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum vegna 1. maí hófust í Íþróttahöllinni á Húsavík í dag kl. 14:00. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, tónlist og ræðuhöld. Hátíðarræðu dagsins flutti formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson. Í ræðu sinni kom hann sérstaklega inn á söluna á Íslandsbanka, deilurnar í Eflingu og komandi kjaraviðræður við Samstök atvinnulífsins. Ræðuna í heild sinni má lesa hér að neðan.
Þá má geta þess að þeir sem komast ekki á hátíðina geta farið inn á streymið twitch.tv/hljodveridbruar
Dögg Stefánsdóttir frá Húsavík er mannauðsstjóri hjá PCC BakkiSilicon og lífsþjálfi. Hún hefur stundað líkamsrækt frá því hún var tvítug en um síðast liðna helgi tók hún þátt í Íslandsmeistaramóti í fitness sem fram fór í Hofi á Akureyri. Um kvöldið sneri hún aftur heim til Húsavíkur með Íslandsmeistaratitil í flokki 35 ára og eldri í farteskinu. Vikublaðið ræddi við Dögg í vikunni.
Í september 2020 byrjaði Dögg í fjarnámi í Bandarískum skóla sem heitir Life Coach School þar sem hún lærði til lífsþjálfa. Hún hefur nú lokið því námi og segir það vera eina ástæðu þess að hún ákvað að keppa í fitness í ár.
„Það sem mér finnst aðal málið og er ástæðan fyrir því að ég hef verið að leggja í þetta ferðalag mitt er að ég er búin að vera í námi sem heitir lífsþjálfun. Það er maður að vinna mikið með hugarfarið og að setja sér markmið. Ég var í rauninni að keppa til að mastera það,“ segir Dögg og bætir við að hún sé að undirbúa námskeið á svæðinu. „Þar ætla ég að kenna konum að fara á eftir draumunum og ná markmiðum sínum.“
Dögg er önnur tveggja kvenna sem lokið hefur námi lífsþjálfa en hin er frænka hennar, Linda Pétursdóttir. „Það vildi svo ótrúlega til að ég fann þetta nám og svo heyrði systir mín viðtal við Lindu P. og spurði mig hvort það gæti verið að þetta væri sama nám. Ég hafði þá samband við hana og jú jú, það passaði,“ segir Dögg og hlær. Þær Linda og Dögg eru einmitt systkinabörn. „Við erum tvær á landinu sem erum lífsþjálfar og erum s.s. að vinna í prógramminu hennar Lindu með 200 konur þar sem konur eru konum bestar.“
„Við erum einmitt nýkomnar frá Texas þar sem við vorum á svona Mastermind námskeiði,“ segir Dögg og bætir við að eitt af því sem lífsþjálfinn taki fyrri sé markmiðasetning. „og að láta sig dreyma, dreyma stórt og fara á eftir draumum sínum.“
Dögg var að keppa á Íslandsmóti í fitness í þriðja sinn um helgina en hún segir að í þetta sinn hafi vegferð hennar í gegn um lífsþjálfanámið verið henni innblástur til að taka þátt í þetta sinn. „Það er svona raunverulega ástæðan fyrir því að ég var að keppa núna þó ég hafi vissulega tekið þátt tvisvar áður,“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf stundað líkams- og heilsurækt að einhverju tagi.
„Þetta byrjaði nú bara þannig að ég fór sem aupair til Bandaríkjanna þegar ég var tvítug. Þar var bjó ég hjá fólki sem var álveg á kafi í líkams- og heilsurækt. Það var í fyrsta skipti sem ég kynntist þessum heimi. Ég man einmitt eftir því að ég var svöng fyrstu þrjá mánuðina því þau borðuðu ekkert nema kjúkling og eggjahvítur og ég vissi ekki hvert ég var kominn,“ segir Dögg og skellir upp úr.
Nýtt skipulag fyrir 1000 íbúðir í vistvænu Móahverfi sem hýst getur allt að 2500 íbúa er tilbúið og getur uppbygging hafist strax á næsta ári. Það er vinna sem skipulagsráð Akureyrarbæjar, þar sem formennskan hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt skipulagsfulltrúa og Landslagi réðst í á síðasta ári og er ég verulega stoltur af útkomunni. Ein af forsendum þess að hægt sé að hefja uppbyggingu Móahverfis er framlenging Borgarbrautar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykkta í fjárhagsáætlun þessa árs til að hraða ferlinu svo hægt verði að hefja uppbyggingu þar árið 2023. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við glæsilegt Holtahverfi þar sem verða um 300 íbúðir fyrir allt að 700 íbúa. Þar af eru að minnsta kosti 60 íbúðir á vegum Búfesti ætlaðar eldri borgurum á glæsilegum útsýnisstað í nálægð við núverandi innviði.
„Ég er megaspenntur fyrir þessu og vona svo sannarlega að Akureyringar og þeirra gestir eigi hér ljúfar og góðar stundir,“ segir Reynir Gretarsson sem opnað hefur nýjan veitingastað LYST í Lystigarðinum á Akureyri. Rekstur veitingahússins var boðin út á liðnu hausti og ákvað Reynir sem er matreiðslumaður að taka þátt. Hann fékk að vita seint á síðasta ári að hann fengi reksturinn.
LYST var opnað skömmu fyrir páska og segir Reynir að viðtökur fyrstu dagana hafi verið góðar og lofi góðu um framhaldið. Hann hafi enn sem komið er ekki auglýst nema á samfélagsmiðlum en gestir eru farnir að líta við í kaffisopa. Hann á von á að umferð aukist í takt við hækkandi sól. «Garðurinn er allur að taka við sér, Guðrún og aðrir starfsmenn Lystigarðarins vinna frábært starf viðað halda honum í góðu standi og undirbúa hann fyrir sumarið,» segir Reynir. Lystigarðurinn á Akureyri hefur um langt árabil verið einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum bæjarins.
Reynir er Akureyringur, hann lærði til matreiðslumanns á Strikinu og lauk prófi þar í desember 2012. Starfaði hann þar um skeið en hélt svo til Malmö í Svíþjóð þar sem hann fékk starf á veitingastaðnum Bloom in the park. Á meðan Reynir vann á staðnum var honum úthlutað Michelin stjörnu. „Og það var nú aldeilis ekki leiðinlegt að upplifa það,“ segir hann. Reynir bjó í Svíþjóð um tveggja ára skeið en flutti þá til Íslands, settist að í Reykjavík þar sem hann hefur undanfarin ár starfað sem framleiðslustjóri hjá Omnom. „Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár og þetta voru skemmtileg ár, gaman taka þátt í vexti fyrirtækisins,“ segir hann
Í gær var skrifað undir samning milli Eyjafjarðarsveitar og Freyvangsleikhússins um afnot þess síðarnefnda á húsinu til næstu tveggja ára.
Skrifað undir tilboð á nýrri slökkvibifreið á Húsavík
Í dag kom út árleg skýrsla Þekkingarnets Þingeyinga um mannfjöldaþróun á starfssvæði Þekkingarnetsins
Íslandsmeistarar KA/Þór hefja i kvöld leik í úrslitakeppni Olís-deildar þegar liðið tekur á móti Haukastúkum i KA heimilinu og hefst leikurinn kl 18:00
Við heyrðum lauslega i Andra Snæ Stefánssyni vegna þessa og almennt um stöðu kvennahandboltans i bænum.
Varst þú alltaf ákveðinn að fara að þjálfa þegar leikmannaferlinum lyki?
Síðustu 6-7 árin sem leikmaður var ég farinn að stefna að meistaraflokksþjálfun eftir ferilinn. Ég byrjaði að þjálfa þegar ég var 16 ára og þjálfaði alltaf yngri flokka á meðan ég var að spila í meistaraflokk. Í mörg ár þjálfaði ég nokkra flokka og það hefur því alltaf verið nóg að gera. Síðasta vetur var ég að spila með KA og þjálfa KA/Þór, bæði í úrvalsdeild og virkilega skemmtileg blanda. Auk þess hef ég ásamt vini mínum Jónatan Magnússyni verið að þjálfa yngstu iðkendurna í félaginu síðustu ár. Ég hef líka þjálfað fótbolta hjá KA þannig að maður hefur þjálfað mikið og lengi. Áður en ég byrjaði að þjálfa stelpurnar í KA/Þór þjálfaði ég U-liðið hjá strákunum í nokkur ár sem er í raun fullorðinsbolti, það var góð reynsla. Þar að auki hef ég verið kennari í rúm 10 ár, virkilega gaman og góð blanda að kenna og þjálfa.
Síðustu árin sem ég spilaði var ég farinn að stefna á meiri þjálfun og saug því í mig allan þann fróðleik sem ég gat frá góðum þjálfurum sem ég hef svo verið heppinn að hafa á ferlinum.
Fjallað verður um valin verk og mun tónlistarfólkið Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ívar Helgason syngja lög sem tengjast þeim listaverkum
Kynna áform um uppbyggingu á miðbæjarsvæðinu
Börn úr Grunnskólanum á Þórshöfn vöktu athygli vegfarenda á umhverfismálum og héldu á skiltum fyrir utan Kjörbúðina á Þórhöfn
Von er á fleirum á næstu dögum
Arna Eiríksdóttir verður tvítug á árinu og á að baki nokkur ár í meistaraflokki og komin með talsverða reynslu á þeim vettvangi
Bíllinn er af gerðinni Scania með 33 metra björgunarstiga sem ber körfu fyrir fjóra einstaklinga og tekur ekki nema um 90 sekúndur eftir að bifreiðin hefur verið stöðvuð að koma körfunni upp í hæstu stöðu
Niðurstaðan er sú að sameiningar hafa skilað árangri, einkum ef sameinuð eru mörg sveitarfélög í einu
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum sem nú er haldinn að hætta við umdeilt bann á lausagöngu katta sem áætlað var að tæki gildi 2025. Ekki verður þó ferðafrelsi katta algjört því þeir skulu sæta útgöngubanni að næturlagi. Samþykkt þessi tekur gildi um næstu áramót.
Það er óhætt að segja að Akureyri sé útivistarpardís. Kjarnaskógur, Hvammur, Hamrar, Naustaborgir og Glerárdalur eru hér í bakgarðinum okkar og bjóða upp á endalausa möguleika til heilsueflingar allan ársins hring. Hlíðarfjall vakir yfir okkur og býður okkur að hafa gaman með sér hvort sem er að sumri eða vetri til. Hér er virkt ferðafélag, fjórar sundlaugar, jafnmargir strandblaksvellir, all nokkrir frisbígolfvellir sem og hefðbundinn golfvöllur. Hafi fólk löngun til að vera virkt er listinn svo gott sem ótæmandi. En hvar liggur grunnurinn að heilsueflingu? Sum eru þeirrar skoðunar að góð leið til að byrja heilsueflingu sé að ganga í og úr vinnu eða skóla. En hafa ber í huga að hér er oft snjóþungt stóran hluta af ári. Við þurfum því að vera dugleg að hugsa um Akureyri út frá vetrinum og ganga úr skugga um að hér líði okkur vel allt árið um kring, líka í mesta snjóþunganum. Við þurfum að gæta vel að því að göngustígar séu greiðir þegar við ferðumst um bæinn okkar.
Jón Stefán Jónsson er annar þjálfara liðs Þór/KA í Bestu deild kvenna í sumar, en hann og Perry Mclachlan tóku við liðinu s.l haust. Jónsi eins og flestir þekkja hann, hefur mikla reynslu sem þjálfari og hefur náð mjög góðum árangri í starfi. Tókst m.a að koma liði Tindastóls i deild þeirra bestu þar sem liðið lék í fyrra, eins hefur hann verið að störfum hjá Val við góðan orðstýr.
Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Stefán Jón enda stutt i að lið Þór/KA hefji leik á Íslandsmóti en það er á morgun 27 april þegar stelpurnar halda til Kópavogs og mæta mjög öflugu liði Breiðabliks.
Hvað vill eldra fólk og hvernig þjónustu á að veita þessum hópi, sem er fjölmennur og fer stækkandi? Svarið er að það þarf fjölbreytta og ólíka þjónustu og eldra fólk á sjálft að vera með í að móta hana. Sæmilega hraustur einstaklingur, rétt kominn á eftirlaun, þarf ekki það sama og sá sem er eldri og hrumari og áhugamálin eru ólík í þessum hópi eins og öðrum.
Heilsan er mikilvæg og það er hagur allra að fólk geti haldið haldið góðri heilsu og þreki. Þess vegna hafa Félag eldri borgara á Akureyri og öldungaráð bæjarins lagt mikla áherslu á að að boðið sé upp á góð tækifæri til heilsueflingar. Fjölbreytt og ólík eftir áhuga og getu. Heilsurækt er ekki aðeins líkamleg, það eflir líka heilsu og kemur í veg fyrir einangrun, að taka þátt í skapandi félagsstarfi, fá fræðslu, eiga kost á góðum máltíðum, viðburðum, menningu og allri nærandi samveru með öðrum.
Borgarbíó hættir starfsemi laugardaginn 30. apríl næstkomandi