TF- LÍF komin á Flugsafnið.
Það mátti sjá mikla eftirvæntingu í andlitum hollvina Flugsafnsins þegar nýjasti sýningargripur safnsins, björgunarþyrlan TF-LÍF, renndi i flughlaðið fyrir fram safnið nú síðdegis eftir ökuferð frá Reykjavík.
Það mátti sjá mikla eftirvæntingu í andlitum hollvina Flugsafnsins þegar nýjasti sýningargripur safnsins, björgunarþyrlan TF-LÍF, renndi i flughlaðið fyrir fram safnið nú síðdegis eftir ökuferð frá Reykjavík.
„Iðnaðarsaga Akureyrar er merkileg og við munu leggja okkar metnað í að segja hana,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri en í liðinni viku færðist rekstur Iðnaðarsafnsins yfir til Minjasafnsins. Fyrsta verkefnið er opnun ljósmyndasýningar í dag, fimmtudaginn 14. mars kl. 17. Þar verða sýndar 120 ljósmyndir frá hinum ýmsu iðnaðarfyrirtækjum sem störfuðu í bænum á árum áður. Sýningin verður í Minjasafninu en færist yfir í Iðnaðarsafnið með sumaropnun þess.
Leikfélag Hörgdæla - Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þorleifs Haukssonar í leikgerð Evu Sköld.
Leikstjóri:Kolbrún Lilja Guðnadóttir
Tónlistarstjóri: Svavar Knútur
Framkvæmdarstjóri:Kristján Blær Sigurðsson
Aðstoðarframkvæmdarstjóri:María Björk Jónsdóttir
Leikmyndahönnuður:Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir
Ljósahönnuður:Þórir Gunnar Valgeirsson
Þátttakendur voru um 50 talsins sem allir koma að stjórnun og stýringu aðgerða í umdæmi LSNE sem nær allt frá Fjallabyggð í vestri að Bakkafirði í austri
Þátturinn að þessu sinni er sérstakur afmælisþáttur þar sem 3 ár eru liðin frá því að Heilsu- og sálfræðiþjónustan hóf starfsemi. Í þættinum lítur Sigrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri, yfir farinn veg, ræðir stöðuna í dag og hvert stefnan er tekin. Hún kemur með gagnleg ráð til að draga úr streitu og ræðir ferðalagið til bata.
Árið 2023 nutu 2.703 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar, eða tæplega 84% þeirra sem áttu rétt á styrknum, sem er 2% aukning frá árinu á undan.
Frístundastyrkur Akureyrarbæjar nam 45.000 krónum á hvern iðkanda árið 2023. Í heildina var tæplega 116 milljónum króna varið í frístundastyrki í 3.637 skráningum sem jafngildir styrk upp á 42.875 krónur að meðaltali á hvern iðkanda.
Kynjahlutfall skráninga var hér um bil jafnt, 50,3% drengir og 49,6% stúlkur. Nýtingin var áberandi mest hjá 10 og 11 ára börnum þar sem 92-95% af þeim aldurshópi notaðist við frístundastyrkinn í einhverri mynd, þar af voru 97% ellefu ára stúlkna sem voru skráðar með nýtingu árið 2023. Flestar skráningar, eða tæplega 37%, voru hjá Íþróttafélaginu Þór og Knattspyrnufélagi Akureyrar. Samstarfsaðilar (íþrótta-, æskulýðs og tómstundafélög auk fyrirtækja) sem tóku við frístundastyrk árið 2023 voru þrjátíu og níu.
Markmið með frístundastyrk Akureyrarbæjar er að styrkja börn og unglinga til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag. Einnig að ýta undir aukna hreyfingu, virkni og félagsþátttöku sem og að vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.
Frístundastyrkur Akureyrbæjar árið 2024 er 50.000 krónur og gildir fyrir öll börn fædd árið 2007 til og með árinu 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Íslenska gámafélagið ehf. um rekstur grenndarstöðva og gámasvæðis á Akureyri með þeim fyrirvara að fyrirtækið standist útboðskröfur.
Tvö tilboð bárust þegar reksturinn var auglýstur, frá Terra umhverfisþjónustu hf. á kr. 188.172.101. og frá Íslenska gámafélaginu ehf. á kr. 168.404.870.
Ákveðið hefur verið að loka Kristnesspítala í fjórar vikur í sumar, en þar fer endurhæfinga- og öldrunarækningar.
Krubbur-hugmyndahraðhlaup (hakkaþon) var haldið á STÉTTINNI á Húsavík 8.-9. mars s