Fréttir

Setja á svið mjög raunverulegar aðstæður

Blaðamaður Vikublaðsins á Húsavík hitti fyrir tilviljun Grím Kárason slökkviliðsstjóra í Norðurþingi laugardegi fyrir rúmri viku. Hann var í einkennisklæðnaði og með honum í för var góður hópur slökkviliðsmanna víðs vegar að á landinu.

Þetta vakti vitanlega athygli blaðamannsins sem veitti þessum föngulega hópi eftirför. Ferðinni var heitið suður í Haukamýri að æfingasvæði slökkviliðsins en um helgina fór þar fram þjálfunarstjóranámskeið slökkviliðsmanna.

 Glæsilegt æfingasvæði

Slökviæfing

Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur hjá brunavarnasviði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar afar ánægður með aðstöðuna. Myndir/ epe.

 Í júlí árið 2019 var æfingasvæðið orðið frágengið og voru þá fluttir gámar og  olíutankar á svæðið. Þá voru steypt plön á svæðinu sem notuð eru til æfinga vegna klippuvinnu og viðbragða við mengunarslysum.

Nokkur fyrirtæki gáfu búnað til verkefnisins, bæði gáma, olíutanka og hitunarbúnað. Settir hafa verið upp á svæðinu átta gámaeiningar og tveir olíutankar.

Svæðið er eitt best útbúna æfingasvæði á landinu og hentar aðstaðan öllum viðbragðsaðilum til æfinga. Enda var Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur hjá brunavarnasviði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar afar ánægður með aðstöðuna og sagði hana henta afar vel til æfinga af þessu tagi.

 Aðstaða til fyrirmyndar

„Við erum hérna með námskeið á vegum Brunamálaskólans, sem heitir þjálfunarstjóranámskeið. Hér erum við að undirbúa slökkviliðsmenn til að taka að sér þjálfun í sínum slökkviliðum,“ sagði Þorlákur.

Lesa meira

Áform um að reisa fjölbýlishús með 200 leiguíbúðum

SSByggir sækir um lóð miðsvæðis á Akureyri

Lesa meira

„Aldrei hafði ég séð slíka dýrð, mig svimaði hreinlega – þvílíkt hús, þvílíkur geimur“

Bak sláturtíðar á því herrans ári 1950, og ykkar einlægur orðinn fullra sjö ára, ákváðu foreldrar mínir eftir talsverðar umræður sín á milli að fjármagna fyrstu bíóferð mína. Þegar ekki var úr miklu að moða var það stór ákvörðun á okkar heimili að kasta fjármunum í slíkan óþarfa. 

Lesa meira

Ólíðandi viðskiptahættir sem leiða til þess að verðmæti fara í súginn

Ríflega pantað inn til að sýna full kæliborð

Lesa meira

Bægslagangur reyndist aprílgabb

Lesa meira

„Tökum á móti stjörnum framtíðarinnar og veitum þeim sviðið“

-Segir Örlygur Hnefill Örlygsson kynningarfulltrúi Söngkeppni framhaldsskólanna

Lesa meira

Baldur Sigurðsson snýr aftur í Völsung

Baldur á í safni sínu tvo Íslandsmeistaratitla og fimm bikartitla auk þess sem hann vann 2.deild með Völsungi árið 2003

Lesa meira

Veruleg fjölgun í lögreglunám í Háskólanum á Akureyri

Ákveðið hefur verið að lengja umsóknarfrest um eina viku

Lesa meira

Áki leiðir M-lista samfélagsins í Norðurþingi

Lesa meira

Bægslagangur hnúfubaka á Pollinum

Mesta sjónarspilið  rétt sunnan við Oddeyrarbryggjuna, sem hann kaus reyndar að kalla Kænugarð

Lesa meira

Húsasmiðjan slæst í hóp styrktaraðila handknattleiksdeildar KA

Húsasmiðjan mun styrkja handknattleiksdeild KA til næstu þriggja ára.

Lesa meira

Aldey leiðir V-lista í Norðurþingi

Lesa meira

FRAMBOÐSLISTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Á AKUREYRI SAMÞYKKTUR

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri samþykkti á fundi sínum í Kaupangi í kvöld tillögu kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við sveitarstjórnarkosningar í vor.

Lesa meira

Perluðu fyrir börn í Úkraínu

Nokkrar vinkonur úr 3. bekk Borgarhólsskóla komu færandi hendi í Naust seinni partinn í dag og færðu Rauða krossinum á Húsavík peningagjöf sem þær höfðu safnað. Þær óskuðu þess að peningarnir renni til barna frá Úkraínu.

Lesa meira

Tíu verk valin valin til þátttöku í Upptaktinum

Höfundarnir munu vinna áfram að útsetningu sinna verka í vinnusmiðjum undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna

Lesa meira

Meira bíó!

Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum. Þetta er fagnaðarefni en kemur þó lítið á óvart, enda býr Ísland yfir stórum hópi af fagfólki í greininni sem vinnur frábært starf á hverjum degi hvort sem um er að ræða leikstjóra, leikara, tónskáld, tæknimenn eða aðra. Velgengni Íslendinga er aðdáunarverð og hróður íslenskar kvikmyndagerðar hefur farið vaxandi á erlendri grundu síðustu ár.

Lesa meira

Nýr frisbígolfvöllur á Raufarhöfn

Völlurinn er hannaður með það að leiðarljósi að hann henti sem flestum bæði nýgræðingum sem og þeim sem lengra eru komnir

Lesa meira

Slysum fækkað með tilkomu Vaðlaheiðarganga

Umferðarslysum hefur fækkað mikið á veginum um Svalbarðsströnd og yfir Víkurskarð eftir að Vaðlaheiðargöng voru tekin í notkun. Samgöngustofa hefur uppfært slysakort þar sem hægt er að sjá upplýsingar um umferðarslys á Íslandi frá 1. janúar 2007 til ársloka 2021.

Lesa meira

Kynna skipulagsbreytingar vegna vindmylla í Grímsey

Breytingin felur í sér skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði I35 sem verður 1,0 ha að stærð

Lesa meira

„Ég er ekki til í að standa á brókinni með hálfónýtan slökkvibúnað“

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti viðauka á þriggja ára áætlun til að kaupa nýjan slökkvibíl

Lesa meira

Út á land með strætó, flugi og ferju

Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur á landsbyggðinni

Lesa meira

Fæðu­öryggi er þjóðar­öryggis­mál

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu.

Þessi málflutningur er óábyrgur. Ógnin er raunveruleg. Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál en ekki hagsmunamál atvinnurekenda eða bænda.

Lesa meira

Samstarfssamningur Eyjafjarðarsveitar og UMF Samherja undirritaður

Markmið samningsins er að tryggja áframhaldandi öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf ungmennafélagsins

Lesa meira

Upplýsingar lagðar fram um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3

Línuleiðin er innan fimm sveitarfélaga, Akureyrarbæjar, Hörgársveitar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Húnavatnshrepps.

Lesa meira

Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistarar í Íshokky 2022-23

SA vann SR í fjórða leik liðanna í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í Reykjavík nú rétt í þessu.

Leiknum lauk með sigri SA 9-1 en til að hampa titlinum þurfti að vinna þrjá leiki og SA afgreiddi það örugglega 3-1.

Mörk SA í kvöld skoruðu:.

Hafþór Sigrúnarson

Heiðar Kristveigarson

Róbert Hafberg 2

Derric Gulay 2

Unnar Rúnarsson

Ormur Jónsson

Matthías Stefánsson

Mark SR skoraði

Pétur Maack

Lesa meira

Er ekki tími til kominn að tengja?

Í dag hófust framkvæmdir við lokaáfanga stækkunnar Þekkingarnets  Þingeyinga þegar gröfur byrjuðu að grafa fyrir tengibyggingu sem verður úr glereiningum

Lesa meira

Gjaldskylda í bílastæði í miðbænum hefst 4. apríl

Undanfarnar vikur hafa verið aðlögunartími þar sem fólki hefur gefist kostur á að kynna sér fyrirkomulagið og tileinka sér notkun smáforrita

Lesa meira