Fréttir

Skógarauðlindin – innviðir og skipulag

Skógarauðlindin – innviðir og skipulag er yfirskrift Fagráðstefnu skógræktar 2024 sem hefst á morgun, miðvikudag, í Hofi á Akureyri og stendur fram á fimmtudag. Um 140 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnuna hvaðanæva af landinu.

Lesa meira

Einn stunginn og annar sleginn með hamri

Minniháttar áverkar í líkamsárás

Lesa meira

Liðstyrkur til KA í handboltanum

Heimasíða KA  tilkynnti í morgun að Bjarni Ófeigur Valdimarsson 25 ára gamall leikmaður  með þýska liðinu GWD Minden hafi skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA.  Bjarni sem leikur i stöðu vinstri skyttu er jafnframt öflugur varnarmaður og ljóst að hann verður  mikill liðstyrkur  fyrir KA.

Lesa meira

Góður árangur í bogfimi og æ fleiri iðkendur

Akureyringar, innan Íþróttafélagsins Akurs  halda áfram að gera það gott í bogfiminni, þeir komu heim með þrjá Íslandsmeistaratitla, 5 silfur og 4 brons og 1 Íslandsmet á Íslandsmótum ungmenna um liðna helgi.

Lesa meira

Framkvæmdir við viðbyggingu Hrafnagilsskóla ganga vel

Mikil eftirvænting hefur verið í Eyjafjarðarsveit vegna nýbyggingar við Hrafnagilsskóla. Sveitarstjórn hefur unnið skipulega að undirbúningi verksins í nokkur ár.

Lesa meira

KEA eignast Ferro Zink hf. að fullu

KEA hefur keypt 30% hlut í Ferro Zink hf. af Jóni Dan Jóhannssyni og á eftir viðskiptin allt hlutafé í félaginu, sem er með starfsemi á Akureyri og í Hafnarfirði. KEA eignaðist fyrst hlut í félaginu árið 2006 og hefur frá þeim tíma bætt við eignarhlut sinn. Jón Dan hefur fylgt félaginu í yfir hálfa öld, fyrst sem starfsmaður, síðar framkvæmdastjóri og eigandi og svo í seinni tíð sem móteigandi KEA í félaginu og stjórnarmaður.

Lesa meira

Húshitunarkostnaður í Grýtubakkahreppi sá þriðji hæsti á landinu

„Við teljum að þessar kröfur séu mjög hógværar,“ segir Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn hefur farið fram á að gjaldskrá Reykjaveitu, þaðan sem íbúar sveitarfélagsins fá heitt vatn verði ekki meira en 30% hærri en aðalveitu Norðurorku frá 1. janúar árið 2026.  Gjaldskráin er um þessar mundir um 60% hærri en sú sem notendur aðalveitunnar greiða, m.a. Akureyringar. 

Lesa meira

Eitt elsta félag bæjarins lagt niður

Á aðalfundi kvenfélagsins Hlífar 12. mars 2024 var samþykkt að leggja félagið niður.   4. febrúar 1907 var kvenfélagið Hlíf stofnað af nokkrum konum í Akureyrarkaupstað. Aðalmarkmið félagsins fyrstu árin var „að hjúkra og aðstoða fátæka og örvasa gamalmenni“ eins og fram kemur í fyrstu lögum félagsins.

Lesa meira

Kynning Wolt hefur heimsendingar á Akureyri

Hin vinsæla heimsendingarþjónusta Wolt stækkar enn frekar á Íslandi og opnar á Akureyri í vikunni. Eftir farsælt ár í Reykjavík og á Suðvesturlandi nær þjónustan nú til Norðurlands.

Frá og með 20. mars eru bláu sendlarnir tilbúnir að hefja afhendingu vara frá veitingastöðum og verslunum til fólks á Akureyri. Wolt hefur samið við meira en 30 sendla á Akureyri sem sjá um heimsendingarnar.  Fyrirtækið býður upp á vettvang sem sameinar staðbundnar verslanir og veitingastaði, sendla og viðskiptavini og gerir þér mögulegt að fá nánast það sem þú vilt sent heim á um 40 mínútum.

Lesa meira

Framsýn - Ánægja með samninginn atkvæðagreiðslu lýkur n.k. miðvikudag

Framsýn stóð fyrir kynningarfundi í gær um nýgerðan kjarasamning SA og SGS sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn á almenna vinnumarkaðinum. Góðar og miklar umræður urðu um samninginn. Formaður Framsýnar fór yfir helstu atriði samningsins og síðan var opnað fyrir fyrirspurnir.

Lesa meira