Ljót eineltismál, myndbönd af ofbeldi og hatursfull ummæli í garð minnihlutahópa meðal barna og ungmenna hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. En hvaðan kemur þessi heift, þessi munnsöfnuður, þetta bakslag í umburðarlyndi í okkar samfélagi og hvað eiga þessi dæmi sameiginlegt? Jú þetta á sér stað að stórum hluta inni á samfélagsmiðlum þar sem aldurstakmarkið er í flestum tilfellum 13 ára. Þar hafa börn og ungmenni vettvang til þess að senda ljót, hatursfull og niðrandi ummæli til hvers annars, ásamt því síðan að geta deilt ofbeldinu sín á milli með skjáskotum og myndböndum af árásum. Þá eiga þau mörg falska og nafnlausa aðgangsreikninga sem þau geta notað til þess að taka þátt, án þess að koma fram undir nafni. Hvaða erindi eiga börn inn á slíkan vettvang og hver gaf þeim leyfi til þess? Hér ætla ég að nefna þrjár ástæður þess að fylgja ætti aldurstakmörkum inni á samfélagsmiðlum sem byggja á niðurstöðum víðtækrar rannsóknar á börnum og netmiðlum