Hin vinsæla heimsendingarþjónusta Wolt stækkar enn frekar á Íslandi og opnar á Akureyri í vikunni. Eftir farsælt ár í Reykjavík og á Suðvesturlandi nær þjónustan nú til Norðurlands.
Frá og með 20. mars eru bláu sendlarnir tilbúnir að hefja afhendingu vara frá veitingastöðum og verslunum til fólks á Akureyri. Wolt hefur samið við meira en 30 sendla á Akureyri sem sjá um heimsendingarnar. Fyrirtækið býður upp á vettvang sem sameinar staðbundnar verslanir og veitingastaði, sendla og viðskiptavini og gerir þér mögulegt að fá nánast það sem þú vilt sent heim á um 40 mínútum.